Rökkur - 01.06.1931, Side 62

Rökkur - 01.06.1931, Side 62
156 R O K K U R góðum áratug eftir að þeim ófriðnum lauk, sem kallaður var „tlie war to end war“ — styrjöldin til að fyrirbyggja styrjaldir. Og sérfræðingurinn komst að þeirri niðurstöðu, að ársútgjöld þjóðanna til vígbún- aðar nema nú sem svarar fimm biljónum dollara eða liálfri annari biljón dollara meira en árið 1913, en það ár lauk sex- tíu ára vígbúnaðarkepni stór- þjóðanna og náði þá nýju há- marki. Sérfræðingur þessi seg- ir, að vísu, að Bretar liafi dreg- ið úr útgjöldum sínum til víg- búnaðar, svo nemi 30 miljón- um dollara, en vígbúnaðarút- gjöld Bandaríkjanna, Frakk- lands og Rússlands hafi aukist um 450 miljónir dollara. Banda- ríkin höfðu 105.000 manna fast- an ber 1913, nú 139.000, ítalia 280.000, nú 304.000, en Frakk- land, sem hafði 760.000 manna her 1913, hefir nú 490.000, og Bretland 138.000 manna her i stað 174.000. — Rússar leggja mikið kapp á að auka her sinn og eiga skamt ófarið til þess að koma upp jafnöflugum her og keisaraveldið hafði 1913. Rúss- ar höfðu 698.000 manna ber 1913, en bafa nú 562.000 manna her. Síðan 1919 hefir Italía aukið beitiskipa-smálestatölu sína um 40.000, Bandaríkin um 13.000, Japan um 141.000, en beitiskipa- smálestatala Bretlands hefir .minkað um 126.000. Frakkland hefir aukið kaf- báta-smálestatölu sína um 18.- 500, Ítalía um 3.100, Bandaríkin um 73.700, en kafbátasmálesta- tala Bretlands hefir minkað um 32.300. Seinustu sex árin hefir flota- herlið fimmveldanna (Bandar., Japan, Bretland, Frákkland, Ítalía) aukist um 12.000 manns, þar af hefir Japan bætt 6000 mönnum í flotaherlið sitt. — Síðan þetta var skrifað, hefir náðst samkomulag um deilu- atriði í flotamálum milli Itala og Frakka, en nánari fregnir af þvi ókomnar. En þótt sam- komulag hafi nú loks náðst á milli stórveldanna fimm um takmörkun vígbúnaðar, þá ber þess að geta, að sú takmörkun nær að eins til ákveðinna skipa- tegunda. Stórveldin geta eftir sem áður kepst við að smíða aðrar tegundir berskipa og það gera þau. Samkomulagið, sem náðist á Lundúnafundinum, er að eins lítið spor í áttina til al- mennrar afvopnunar. Aðalmál- ið er litlu nær fullnaðarlausn, þótt það væri stigið, en vera má þó, að það hafi verið betur stig- ið en ósíigið, ef fleiri fara á eftir.

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.