Rökkur - 01.06.1931, Page 64

Rökkur - 01.06.1931, Page 64
158 R O K Iv U R og atvinnuleysistímum, hafa stjórnarandstæðingar mörg og beitt vopn í höndum, ef til kosninga kæmi. Ef tímarnir fara að batna og rætast úr atvinnuleysinu, ef svo fer, að MacDonald-stjórnin getur sýnt það á áþreifanlegan hátt, að hún geti ráðið fram úr vanda- málunum, þó ekki sé nema að nokkru levti, fyrir næstu al- mennar kosningar, þá standa jafnaðarmenn þeim mun bet- ur að vígi þá en nú, að frjáls- lyndir vilja, sem fvrr segir, lieldur liafa þá við völd, á meðan þeir geta liaft hönd í hagga með, en íhaldsmenn. En framtíðarhorfurnar í Bretlandi eru afar slæmar, og er ófvrirsjáanlegt hvaða breyt- ingar kunna að verða þar í landi, ef eigi verður bráðlega breyting til batnaðar. Eins og getið liefir verið um i skeyt- um, hefir Snowden fjármála- ráðherra iialdið ræðu til þess að brýna fyrir þjóðinni, að all- ir borgarar þjóðfélagsins verði að vera undir það húnir, að leggja hart að sér, til þess að sigrast á erfiðleikunum. Og eins og í Þýskalandi ætla nú æðstn valdamenn Bretlands að ganga á undan í því að minka laun sín að verulegum mun af frjálsum vilja. Eitt af þeim málum, sem eru til sérstakrar athugunar í Bretlandi um þessar mundir, eru atvinnuleysisstyrkirnir. — Hefir sérstök nefnd þá til at- hugunar (The Boyal Commis- sion on Unemployment Insur- ance). Sir Richard Hopkins, einn af yfirmönnum fjármála- ráðuneytisins, gaf nefndinni þær upplýsingar i lok f. m., að atvinnuleysisstyrkir nemi nú svo miklu fé, að það sé orðið stóralvarlegt íhugunarefni. (I kunnu amerísku blaði er þess getið í skeyti frá London, að atvinnuleysisstyrkir í Bret- landi hafi numið, sem svaraði 185 miljónum dollara 1930, eða 125 milj. meira en 1928, og nemi sennilega 225 milj. doll- ara í ár). . Samkvæmt símfregn þ. 11. febr. er atvinnuleysið enn að aukast, og voru snemma í febrúar 1.115.000 fleiri at- vinnuleysingj ar í landinu en á sama tíma í fyrra. Útgjöld rikisins vegna atvinnuleysins aukast því stöðugt. íhalds- menn eru, sem vita mátti, þeirrar skoðunar, að Mac- Donald-stjórninni sé ekki treystandi til þess að ráða á viðunandi hátt fram úr þeim málum, frekara en öðrum. Báru þeir fram tillögu um vantraust á ríkisstjórnina og töldu hana hafa stofnað

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.