Rökkur - 01.06.1931, Qupperneq 73
R O K Iv U R
167
inn metorðagjarn mjög. Og hvernig
kom hann fram við þig?“
„Hann var siður en svo harð-
neskjulegur, næstum því mildur.“
„Sagðirðu honum alla söguna?“
„Já, eg gerði það.“
„Og var nokkur sjáanleg breyting
á honum á meðan á yfirheyrslunni
stóð?“
„Já, honum virtist vissulega verða
mikið um, þegar hann las bréfið,
sem leiddi til þess, að eg var fluttur
á fund hans. Hann virtist vera á-
hyggjufullur yfir hættunni, sem eg
var í.“
„Sem þú varst í?“
„Já.“
„Ertu viss um, að hann fyndi til
samúðar með þér vegna þess, að þú
hafðir lent i þessu?“
„Vissulega; hann sannaði það
sjálfur áþreifanlega.“
„Hvernig þá?“
„Hann hrendi eina sönnunargagn-
ið — eða það, sem hægt var að nota
gegn mér.“
„Áttu við ákærubréfið nafnlausa?“
„Nei, nei, bréfið, sem mér var fal-
ið að fara með til Parísar.“
„Ertu viss um, að hann brendi
því?“
„Hann gerði það fyrir augunum
á mér.“
„Þá horfir málunum alt öðru vísi
við. Maðurinn gæti verið meiri þorp-
ari en okkur rennir grun í.“
„Það fer hrollur um mig, er eg
heyri }>ig mæla á þessa leið. Er eðli
sumra manna þá krókódila og tíg-
risdýra eðli?“
„Sumir menn, vinur minn, eru
hættulegri en grimmustu tígrisdýr
og krókódílar.“
„Við skulum halda áfram samræð-
unni um konungsfulltrúann.“
„Já, við skulum gera það. Þú seg-
ir, að hann hafi brent bréfinu í við-
urvist þinni?“
„Já — og hann sagði um leið:
Aðalásökunin er í þessu bréfi — og
þú sérð, — eg eyði því.“
„Þessi framkoma virðist göfug-
menni samboðin, — en mig grunar
hið versta."
„Hvers vegna?“
„Við komurn að þvi síðar. Til
hvers var þetta bréf stílað?“
„Til M. Noirtier, no. 11 Rue Coq-
Héron, Paris.“
„Seg mér nú,“ sagði ábótinn, „gæti
þér dottið í hug nokkur ástæða fyr-
ir því, að konungsfulltrúinn vildi
eyða þessu bréfi?“
„Það er ekki óhugsandi, að svo
liafi verið, því hann lét mig heita
því margsinnis, að minnast aldrei
á þetta bréf við nokkurn mann, og
hann lét mig sverja að nefna aldrei
nafn þess manns, sem bréfið var stíl-
að til.“
„Noirtier,“ endurtók ábótinn hugsi.
„Noirtier! Eg þekti mann með því
nafni við hirð drotningarinnar af
Etruriu. Hann liafði verið Girondisti
í stjórnarbyltingunni. — Hvað hét
konungsfulltrúinn?“
„Villefort.“
Ábótinn rak upp kaldranalegan
hlátur, en Dantés horfði á hann
undrandi og skelfdur,
„Hvað gengur að þér?“ spurði
hann loks.
„Sérðu þessa ljósrák þarna?“
„Já, eg sé hana.“
„Vinur minn, eg sé eins glöggt
hvernig öllu þessu er varið og þú
sérð sólargeislann þarna. Vesalings
ungi maður. Og þú sagðir mér, að
þessi lagafulltrúi hefði látið í ljós
mikla samúð í þinn garð?“