Rökkur - 01.06.1931, Page 74

Rökkur - 01.06.1931, Page 74
168 R O KIÍ U H „Harm gerði það!“ „Og þessi heiðursmaður eyddi bréfinu?“ „Hann brendi það fyrir augunum á mér!“ „Og hann lét þig sverja aldrei að nefna nafn Noirtiers?“ „Vissulega!“ „Skilurðu það þá, vesalings ein- feldningur, að .... Veistu hver þessi Noirtier er?“ „Auðvitað ekki.“ „Noirtir er faðir hans.“ Þótt eldingu hefði slegið niður fyr ir framan Dantés eða helheimar opnast við fætur hans, hefði undrun hans ekki getað verið meiri. Ekk- ert það var til, sém hefði megnað að fylla sál hans eins iniklum hryll- ingi og þessi seinustu orð ábótans gerðu svo óvænt. Þvi augu Dantés- ar opnuðust nú skyndilega. Það var eins og hann hefði ráfað í myrkri og hann sæi alt i einu ljós. Honum var ljóst, hve djöfulllegar hvatir höfðu verið ráðandi um það, að koma honum fyrir á óhultum stað — í myrkvastofu, þar sem enginn þurfti að óttast sannleiksorð hans. Hann var lifandi grafinn. „Dauðir menn segja engar sögur,“ segir máls- hátturinn. Hann átti ekki að segja neinar sögur. Hann greip höndum um höfuð sér, eins og hann alt i einu hefði fundið til sárra kvala. Það var eins og höfiið hans ætlaði að springa og honum varð erfitt um andardrátt. „Faðir hans,“ kom loks eins og lágt andvarp frá vörum hans. „Faðir hans, vissulega," sagði á- bótinn. „Faðir hans heitir fullu nafni Noirtier de Villefort.“ Og nú lifði Dántés aftur upp í huganum hvert atvik. Hann mintist ýmissa smáatvika, sem hann hafði aldrei hugleitt, hann mintist svip- breytinganna á andliti Villeforts, er þeir áttu tal saman, þegar hann eyði- lagði bréfið, og þegar hann lét hann sverja að nefna aldrei nafnið Noir- tier. Hann mintist þess nú, er laga- fulltrúinn næstum i bænarómi hafði talað til hans, eins og hinn miskunn- sami, ekki eins og hinn hegnandi dómari, og honum skildist nú hvers vegna. Dantés reiknaði að veggnum eins og drukkinn maður, en þegar hann hafði loks jafnað sig, þá æddi hann að ábótanum og sagði: „Eg — eg verð að vera einn, til þess að hugsa um þetta alt saman.“ og svo rauk hann á brott í klefa sinn. Þegar þangað kom, henti hann sér á flet sitt og þar lá hann, eins og hann hafði hent sér niður, þeg- ar fangavörðurinn kom inn í klef- ann um kvöldið; lá þar hreyfingar- laus. Allar þessar stundir, sem liðn- ar voru siðan hann skildi við ábót- ann, — og þær höfðu liðið sem min- útur væri — hafði Dantés hugsað fram og aftur, og tekið ægilega á- kvörðun. Og hann hafði svarið þess dýran eið, að framkvæma þessa á- kvörðun, lifa til þess lífi sínu, ef hann nokkuru sinni kæmist úr fang- elsinu. Fangavörðurinn hafði mælt til hans, en Dantés var svo niðursokk- inn í hugsanir sínar, að hann varð komu hans naumast var. Fór fanga- vörðurinn þá, án þess að skifta sér frekar af honum. Og hann lá enn, eins og hann hafði lagst niður, þeg- ar Faria kom nokkru seinna, til þess að snæða kvöldverð sinn með Dan- tési. Nú ætlaði Faria að blíðka hann með því að bjóða honum af kvöld- verði sínum, — þvi ábótinn hafði betra fæði en Dantés, sem stafaði af því, að hann var álitinn „skemti-

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.