Rökkur - 01.06.1931, Side 77

Rökkur - 01.06.1931, Side 77
R 0 K K U B 171 framið til þess aS við gætum verið öruggir. Sjálfsvarnarhvatir lægi til grundvallar.“ „Mér er sama! Eg felst aldrei á það.“ „Samt hefirðu verið að hugleiða það.“ „Já, án afláts,“ svaraði ábótinn. „Og þér hefir dottið ráð í hug. Þú veist hvernig við getum sloppið héðan?“ „Já! Eg kannast við það. Ef þeir að eins vildu setja blindan og heyrn- arlausan mann á vörð.“ „Eg skal sjá um, að hann hvorki heyri né sjái,“ svaraði Dantés af svo miklum ákafa, að hrollur fór um Faria. „Nei, nei. Það er tilgangslaust um það að hugsa.“ Ábótinn hristi höfðuðið og neitaði að ræða þetta frekara. Þrír mánuðir liðu. „Heldurðu að þú hafir tapað kröftum?“ spurði Faria hann eitt sinn. Dantés svaraði engu, en tók meitil áhótans og beygði hann auðveld- lega, svo að hann fékk skeifulögun. Því næst rétti hann meitilinn aftur. „Og viltu heita mer því, að gena varðmanninum ekkert mein, nema um lif okkar sé að tefla?“ „Já, eg legg þar við drengskap minn.“ „Þá,“ sagði ábótinn, „skulum við hrinda áformi mínu í framkvæmd." „Hve langan tíma munum við verða að því?“ „Að minsta kosti árs tíma.“ „Getum við byrjað undir eins.“ „Nú þegar.“ „Við höfum varið heilu ári án athafna,“ sagði Dantés. „Finst þér þá, að því hafi verið illa varið?“ spurði ábótinn. Lendingarturn fyrir loftskip. Lendingarturn þessi er í New York City. Loftskip, sem fest eru við turn þenna, „lenda“ í 425 metra hæð. „Fyrirgefðu mér,“ sagði Dantés og varð rauður sem hlóð í framan. „Sleppum því,“ sagði ábótinn, „við erum allir menn, og þú ert sá hreinlyndasti og besti drengur, sem eg het’i kynst um dagana. Nú ætla eg að segja þér nánar frá ráða- gerð minni.“ Hann sýndi Dantési nú uppdrátt sem hann hafði gert af klefa sínum og hans og göngunum á milli klef- anna. Úr göngum þessum hafði hann hugsað sér að grafa önnur göng, líkt og tíðkast i námum, alla leið undir gangsvalir þær, þar sem

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.