Bændablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 21

Bændablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 eru margir sjóðir farnir að fjárfesta í loftslagsverkefnum af því að þeir hafa trú á að verð muni fara hækkandi ef ríki gera lagalega kröfu um að fyrirtæki vegi á móti sinni losun. „Þetta er ný hrávara sem er að verða til,“ segir Guðmundur. Hann segir verkefnin sem eru í gangi á Íslandi sannarlega mikilvæg, en hvergi sé hægt að fullyrða að þau séu farin að framleiða fullgildar einingar. Skógur sem er gróðursettur núna er allavega 50 ár að binda allt það kolefni sem af honum er vænst. Fyrirtæki sem styðja við skógrækt geta því ekki, samkvæmt tækniforskriftinni, haldið því fram að þau séu búin að kolefnisjafna sig en geta sagst eiga kolefniseiningar í bið sem virkjast ekki fyrr en eftir ákveðinn árafjölda þegar árangur er orðinn raunverulegur, staðfestur og skráður. Vottaðar einingar forsenda fjárfestingar Gunnlaugur Guðjónsson, sviðsstjóri rekstrarsviðs hjá Skógræktinni, segir að undanfarin þrjú ár hafi stofnunin unnið samkvæmt kröfusettinu Skógarkolefni sem er gæðastaðall fyrir viðurkennt ferli vottunar á bindingu kolefnis með nýskógrækt. Kröfusettið nái hins vegar aðeins til kolefnisbindingar með nýskógrækt en tæknisforskriftin nær almennt yfir bæði losun og bindingu og styður því vel við þau verkefni sem eru vottuð undir Skógarkolefni. Tækniforskriftin tekur á losunarhliðinni sem er afar mikilvægt til að skapa eftirspurn eftir verkefnum í kolefnisbindingu. Hingað til hafa verið í gangi verkefni hjá ýmsum aðilum sem miða að kolefnisbindingu og segir Gunnlaugur þau góð og gild. Hann segir hins vegar nauðsynlegt, ef fyrirtæki ætla að verja stórum fjárhæðum í loftslagsverkefni, að hægt sé að votta bindinguna til að fjárfestarnir fái eitthvað fyrir sinn snúð. Hann nefnir dæmi um 100 milljón króna skógræktarverkefni á Fjarðarhorni í Hrútafirði sem Festi, íslenskt fjárfestingafélag, stendur á bak við. Upp úr því koma 80-90 þúsund vottaðar kolefniseiningar sem er hægt að bókfæra til eignar og þá ýmist selja eða nota á móti losun. Gunnlaugur tekur fram að skógrækt er langtímaverkefni og þegar kemur að kolefnisbúskapnum í heiminum þá skipta tíu ár til eða frá ekki höfuðmáli. „Það skiptir máli að þú hafir tekið ákvörðun um að fara í verkefni sem mun ná fram ákveðnum ávinningi á 50 árum. Þó svo að við myndum ná því að verða kolefnishlutlaus í dag þá myndi það ekki breyta því að það er uppsöfnuð þörf í andrúmsloftinu sem þarf að binda niður.“ Verð íslenskra eininga í hærri mörkum Aðspurður um verð kolefniseininga segir Gunnlaugur erfitt að fullyrða um það. Þetta er á valkvæðum kolefnismarkaði og er meðalverðið í heiminum er á bilinu 40-50 dollarar. Það er hægt að fá mjög ódýrar einingar í þriðja heiminum, en öryggi þeirra er ekki alltaf tryggt. Íslenskar einingar verða líklega í hærri mörkum áðurnefnds meðalverðs. Íslenskt jarðnæði hlutfallslega ódýrt Skógræktin hefur átt fundi með erlendum aðilum sem hafa áhuga á að setja í gang loftslagsverkefni hér á landi. Einu helstu hvatarnir á bak við það er sá að íslenskar jarðir eru hlutfallslega ódýrar og að allt land í Evrópu er orðið umsetið. Þegar opnaðist fyrir fjárfestingar í Austur- Evrópu hafi verð á úthaga og öðru jaðarlandi þar sem skógrækt fer fram á farið úr 800 evrum á hektarann yfir í 3.500 evrur. Gunnlaugur segir að miklir möguleikar fylgi því að rækta skóg á jaðarlandi. Með því fæst kolefnisbinding sem hægt er að selja og timbur sem fellur til við grisjun. Ef skógur er ræktaður í 50-60 ár á rýru landi og felldur að því loknu er framleiðni landsins orðin mun meiri en áður. Tekjuöflun ekki í sjónmáli Bændablaðið setti sig í samband við Ívar Örn Þrastarson, deildarstjóra hjá Festi, sem stendur á bak við áðurnefnt loftslagsverkefni á Fjarðarhorni. Aðspurður hvort samsteypan sæi fram á að græða eitthvað á gróðursetningunni svaraði hann skriflega: „Hugsanleg tekjuöflun af verkefninu er ekki í sjónmáli eða fyrirséð. Þegar mælingar munu staðfesta að kolefnisbinding hafi átt sér stað í þessu verkefni, þá getum við minnkað kaup á kolefniseiningum frá öðrum en samsteypunni. Við gerum ráð fyrir að gróðursetningum í þessu verkefni ljúki vorið 2024 og að fyrstu mælingar á bindingu muni eiga sér stað fimm til tíu árum síðar. Þegar binding hefur svo verið staðfest mun hún fyrst verða bókfærð inn í kolefnisbókhald félagsins.“ Neytendur geta veitt aðhald Einar Bárðarson, framkvæmda stjóri Votlendissjóðs, tók þátt í mótun tækniforskriftarinnar. Hann segir að hér séu komnar þær leikreglur sem markaðurinn hefur verið að kalla eftir og þetta sé nauðsynlegt svo viðskipti með kolefniseiningar njóti trausts. Nú er búið að skilgreina hvaða forsendur þurfi að vera til staðar til að aðilar á markaðnum geti auglýst kolefnishlutleysi. Hingað til hefur Votlendissjóður selt kolefniseiningar, en tekið sérstaklega fram að ekki sé verið að kaupa kolefnishlutleysi. Hann segir að þetta muni ekki breyta því hvernig votlendi er endurheimt, heldur ferlunum í kringum utanumhaldið og eftirlitið í kringum framleiðslu kolefniseininga. Tækniforskriftin hefur ekki lagalegt gildi, en gefur möguleikann á að samræma tungutak og viðurkenndar leikreglur. Þetta gefur aðilum á markaði tækifæri til að skilja hvað felst í kolefniseiningum og kolefnisjöfnun og neytendur geta veitt aðhald ef þess þarf. „Ég held að með alþjóðlegum vottunum, skýrum leikreglum, og að hægt sé að selja kolefniseiningar með miklu meiri kröfum en hefur verið gert, opnast tækifæri fyrir Votlendissjóð og aðra að gera úr þessu tekjulind fyrir landeigendur í mjög náinni framtíð,“ segir Einar. Mun auka gagnsæi Yggdrasil Carbon er fyrirtæki sem vinnur að þróun sjálfbærra loftslagsverkefna í náttúru Íslands sem gefa vottaðar kolefniseiningar – þá helst skógrækt. Þau vinna í samstarfi við landeigendur og leiða verkefnin frá upphafi til enda. Björgvin Stefán Pétursson, framkvæmdastjóri Yggdrasil Carbon, segir sitt fyrirtæki vinna eftir nýju tækniforskriftinni í sínum verkefnum. Sérstakt kappsmál hjá Yggdrasil er að semja við núverandi eigendur jarða með það að markmiði að styðja við byggð og skapa atvinnu fyrir fólkið á svæðinu. Björgvin útilokar þó ekki að með tíð og tíma komi aðilar sem kaupa jarðir gagngert til að fara í skógræktarverkefni. „Markaðurinn mun færa sig í að kaupa vottaðar kolefniseiningar,“ segir Björgvin, aðspurður um hverju nýja tækniforskriftin muni breyta. Nú muni verða aukið gagnsæi í viðskiptum með einingarnar. Einnig vonast hann til að breyting verði á því hvort fyrirtæki haldi fram kolefnishlutleysi eða kolefnisjöfnun og öll hugtökin á þessu sviði verði skýrari. Mjög stutt í fyrstu söluna Þegar Bændablaðið tók Björgvin tali þá var vinna í gangi hjá óháðri vottunarstofu að votta væntar kolefniseiningar fyrstu verkefna Yggdrasil. Hann segir að þeirri vinnu verði lokið í desember og í kjölfarið fari vottaðar einingar í bið í söluferli – sem verður ein af fyrstu sölunum á landinu, ef ekki sú fyrsta. „Vottaðar kolefniseiningar eru eina leiðin áfram,“ segir Björgvin aðspurður um góð lokaorð. Orðskýringar * Kolefniseining er fjárhagsleg eining sem felur í sér sönnun þess að losun á einu tonni koldíoxíðsígilda út í andrúmsloftið hafi sparast miðað við óbreytt ástand. Kaupandi slíkrar einingar (vottorðs) getur notað hana til að sýna fram á að hann hafi kolefnisjafnað eitt tonn af eigin losun gróðurhúsalofttegunda. Kolefnishlutleysi lýsir ástandi þar sem jafnvægi hefur náðst milli hraða losunar og bindingar af mannavöldum og nettólosun er því núll. Kolefnishlutleysi lýsir lokamarkmiði, ekki leiðinni að því marki. Kolefnisbinding er binding kolefnis sem felur í sér að lofttegundin koltvíoxíð (CO2) er fjarlægð úr andrúmslofti með ljóstillífun plantna eða fönguð úr andrúmslofti eða staðbundnum útblæstri með efnafræðilegum aðferðum sem umbreytist í lífrænt efni í jarðvegi, sem viður eða kolefnaríkar steindir í berglögum. Kolefnisjöfnun vísar alla jafna til þess þegar bætt er fyrir losun gróðurhúsalofttegunda án lagaskyldu, þ.e. í öðrum tilgangi en að uppfylla lagalegar kröfur um skil á losunarheimildum. Slíka kolefnisjöfnun má kalla valkvæða kolefnisjöfnun. Kolefnisspor er sú heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem einstaklingur, viðburður, fyrirtæki eða framleiðsla tiltekinnar vöru veldur á einu ári. Staðlar eru alla jafna opinber en valfrjáls verkfæri sem hagaðilar búa til og sammælast um að nota vegna ávinnings af því að nota verkfæri sem búin hafa verið til af bestu sérfræðingum með samvinnu og sammæli um niðurstöður. ** * Sótt í skjalið Vinnustofusamþykkt – Ábyrg kolefnisjöfnun á vef Staðlaráðs Íslands ** Sótt beint á vef Staðlaráðs Ein kolefniseining jafngildir einu tonni af gróðurhúsalofttegundum sem hefur verið kolefnisjöfnuð. Mynd / ÁL Sérvaldir íslenskir ostar og meðlæti Veldu milli átta mismunandi ostakarfa og bættu við annarri matvöru, víni eða g jafavöru. Sérframleiddur MS súkkulaðigráðaostur er í völdum g jafakörfum. Frábær jólag jöf til viðskiptavina og starfsfólks. Kíktu á ms.is og skoðaðu úrvalið - einfalt og fljótlegt. Gómsætar jólagjafir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.