Bændablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 54

Bændablaðið - 01.12.2022, Qupperneq 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Á FAGLEGUM NÓTUM Kynbótasýningar 2022: Hæst dæmdu hross ársins Sýningar voru haldnar á 6 stöðum um allt land, 11 vorsýningar, 1 miðsumarssýning og 3 síðsumarssýningar. Á þessum sýningum voru felldir 1.300 dómar, fullnaðardómar voru 961, sköpulagsdómar 173 og hæfileikadómar 164. Hápunktur sýningarhaldsins var síðan LM2022 en þar áttu 176 hross þátttökurétt. Efstu þrjár hryssur í hverjum flokki Alls komu 610 hryssur til fullnaðardóms á árinu en dómar voru vissulega mun fleiri enda þó nokkuð um endursýningar. Sýndar voru 59 fjögurra vetra hryssur en það er um 7% sýndra hrossa. Þriðju hæstu aðaleinkunn ársins í flokki 4 vetra hryssna hlaut Herdís frá Rauðalæk, 8,33. Ræktandi Herdísar er Pabbastrákur ehf. en eigandi er Takthestar ehf. Herdís er dóttir Arions frá Eystra-Fróðholti og Logadísar frá Syðra-Garðshorni. Herdís hlaut 8,43 fyrir sköpulag, hún er framfalleg og fótahá með 8,5 í einkunn fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend, samræmi og fótagerð. Hún er fjölhæf á gangi og hlaut m.a. 9,0 fyrir samstarfsvilja enda viljug og þjál. Næsthæstu aðaleinkunn ársins hlaut Þrá frá Lækjamóti, en hún hlaut 8,33 eins og Herdís en á milli skilja nokkrir aukastafir. Ræktendur og eigendur eru Elín Rannveig Líndal og Þórir Ísólfsson. Þrá er undan Þráni frá Flagbjarnarholti og Rán frá Lækjamóti. Þrá hlaut 8,48 fyrir sköpulag enda fríð og stæðileg hryssa m.a. með 9,0 fyrir samræmi. Þrá er fjölhæf alhliðahryssa sem hlaut 8,5 fyrir tölt, hægt stökk, fet og samstarfsvilja. Þrá varð í öðru sæti á LM2022. Hæstu aðaleinkunn ársins, 8,39 hlaut Vala frá Garðshorni á Þelamörk. Ræktendur hennar eru Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius, eigendur eru Sporthestar ehf. og Svarthöfði- Hrossarækt ehf. Vala er undan Þráni frá Flagbjarnarholti og heiðursverðlauna hryssunni Eldingu frá Lambanesi. Gaman er að geta þess að systir Völu, Afródíta stóð einmitt efst í flokki fjögurra vetra hryssna í fyrra. Vala er fríð og glæsileg hryssa með 9,0 fyrir höfuð og samræmi. Vala er snillingur á skeiði en hún hlaut 9,5 fyrir skeið sem er magnað af 4 vetra hrossi. Hún stóð efst í sínum flokki á LM2022. Hryssur 5 vetra Í fimm vetra flokki hryssna voru sýndar 159 hryssur og voru þær því 17% sýndra hrossa. Díva frá Kvíarhóli hlaut þriðju hæstu aðaleinkunn ársins í þessum flokki, 8,46. Ræktandi hennar er Ingólfur Jónsson en eigendur eru Egger-Meier Anja og Kronshof GbR. Díva er undan Skýr frá Skálakoti og Birtu frá Mið-Fossum. Díva er glæsileg hryssa á velli með 8,51 fyrir sköpulag en hún er með 8,5 fyrir flesta sköpulagsþætti og 9,5 fyrir prúðleika. Fyrir hæfileika hlaut hún 8,42, en þar er hún með 9,0 fyrir tölt, brokk, hægt stökk, samstarfsvilja og fegurð í reið. Önnur í þessum flokki var Rakel frá Hólaborg, en hún hlaut 8,51 í aðaleinkunn. Ræktandi og eigandi hennar er Kristina Forsberg. Rakel er undan Hreyfli frá Vorsabæ II og heiðursverðlauna hryssunni Rán frá Þorkelshóli 2. Rakel er stórglæsileg hryssa á velli enda með 8,70 fyrir sköpulag, þar ber hæst 9,5 fyrir fótagerð og 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og samræmi. Rakel er skrefmikil og rúmur alhliðagæðingur með 8,5 fyrir tölt, brokk, skeið, samstarfsvilja og fegurð í reið. Rakel var í öðru sæti á LM2022. Hæstu aðaleinkunn ársins í þessum flokki hlaut Hildur frá Fákshólum, 8,58. Ræktandi hennar er Jakob Svavar Sigurðsson en eigandi er Gut Birkholz GbR. Hildur er undan Ölni frá Akranesi og Gnýpu frá Leirulæk. Hildur er ákaflega fríð og stórglæsileg alhliðahryssa enda hlaut hún 8,67 fyrir sköpulag og 8,53 fyrir hæfileika. Í sköpulagi fékk hún fjórar níur, fyrir höfuð, háls, herðar og bóga, bak og lend og samræmi. Í hæfileikum ber hæst 9,0 fyrir skeið og samstarfsvilja, 8,5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið. Hildur stóð efst í sínum flokki á LM 2022. Hryssur 6 vetra Alls voru sýndar 194 hryssur í flokki 6 vetra en það mun vera um 22% sýndra hrossa. Þriðju hæstu aðaleinkunn ársins í þessum flokki fékk Dögun frá Austurási, en hún hlaut í aðaleinkunn 8,64. Ræktendur hennar eru Haukur Baldvinsson og Ragnhildur Loftsdóttir en eigandi hennar er Austurás hestar ehf. Dögun er undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum og Ör frá Strönd II. Dögun hlaut fyrir sköpulag 8,61 í einkunn enda fönguleg hryssa með 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og samræmi. Fyrir hæfileika fékk hún í aðaleinkunn 8,65, þar ber hæst 9,0 fyrir tölt, samstarfsvilja og fet. Næsthæstu aðaleinkunn ársins 8,76 fékk Salka frá Efri- Brú. Ræktandi hennar er Óli Fjalar Böðvarsson en eigandi er Stapabyggð ehf. Salka er undan Vökul frá Efri-Brú og Vöku frá Efri- Brú. Salka er glæsileg alhliðahryssa með 8,69 fyrir sköpulag og 8,79 fyrir hæfileika. Hæst ber 9,5 fyrir samstarfsvilja en hún hlaut einnig 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, samræmi, skeið, hægt stökk og fegurð í reið. Hæstu aðaleinkunn ársins í þessum flokki, 8,77 hlaut Díva frá Austurási. Ræktendur hennar eru Haukur Baldvinsson og Ragnhildur Loftsdóttir en eigandi er Austurás hestar ehf. Díva er undan Konsert frá Hofi og Prinsessu frá Litla- Dunhaga I. Díva er stórglæsileg alhliðahryssa með 8,75 fyrir sköpulag og 8,78 fyrir hæfileika. Þar ber hæst 9,5 fyrir háls, herðar og bóga, fótagerð og fegurð í reið en hún hlaut einnig 9,0 fyrir samræmi, tölt, brokk og samstarfsvilja. Díva var í þriðja sæti í sínum flokki á LM2022. Hryssur 7 vetra og eldri Í flokki 7 vetra og eldri hryssna voru sýndar 200 hryssur eða um 22% sýndra hrossa. Lýdía frá Eystri-Hól hlaut þriðju hæstu einkunn ársins í þessum flokki eða 8,67. Ræktandi hennar er Hestar ehf en eigendur eru eru Egger-Meier Anja og Kronshof GbR. Lýdía er undan Lexus frá Vatnsleysu og Oktavíu frá Feti. Lýdía er mikið fegurðardjásn, ákaflega framhá og léttbyggð. Hún hlaut fyrir sköpulag 8,81, ber þar hæst 9,5 fyrir háls, herðar og bóga og samræmi. Fyrir hæfileika fékk hún 8,59, er þó skeiðlaus, þar ber hæst 10 fyrir samstarfsvilja og 9,5 fyrir tölt, brokk og fegurð í reið, mögnuð hryssa, enda hafnaði hún í öðru sæti á LM2022. Næsthæstu aðaleinkunn ársins hlaut Þyrnirós frá Rauðalæk en hún hlaut 8,67 eins og Lýdía en á milli skilja nokkrir aukastafir. Ræktandi hennar er Pabbastrákur ehf en eigandi er Takthestar ehf. Þyrnirós er undan Sjóði frá Kirkjubæ og Logadís frá Syðra- Garðshorni. Logadís á því tvær hryssur sem komast hér á blað með efstu hryssum ársins en Herdís frá Rauðalæk er einnig undan henni. Þyrnirós er glæsileg alhliðahryssa með 8,76 fyrir sköpulag og 8,62 fyrir hæfileika. Þar ber hæst 9,0 fyrir háls, herðar og bóga, bak og lend, samræmi og prúðleika. Fyrir hæfileika hlaut hún 9,0 fyrir skeið, samstarfsvilja og fegurð í reið. Þyrnirós varð í fjórða sæti í sínum flokki á LM2022. Hæstu aðaleinkunn ársins í þessum flokki, 8,87 hlaut Álfamær frá Prestsbæ. Ræktendur hennar eru Inga og Ingar Jensen en eigendur eru Eggert-Meier Anja og Árni Björn Pálsson. Álfamær er undan Spuna frá Vesturkoti og heiðursverðlauna hryssunni Þóru frá Prestsbæ. Álfamær er vel gerð hryssa með 8,59 fyrir sköpulag en hún er með 9,0 og 8,5 fyrir flesta þætti sköpulags. Hún hlaut 9,02 fyrir hæfileika enda skrefmikil, skrokkmjúk og flugviljugur alhliðagæðingur. Fyrir skeið hlaut hún 10,0 enda snillingur á skeiði. Álfamær stóð efst í sínum flokki á LM2022. Efstu þrír stóðhestar í hverjum aldursflokki Alls komu 289 stóðhestar til dóms á árinu. Í flokki fjögurra vetra stóðhesta voru sýndir 61 hestur eða um 7% sýndra hrossa. Þriðju hæstu einkunn ársins hlaut Agnar frá Margrétarhofi. Ræktandi hans og eigandi er Margrétarhof. Agnar er undan Ölni frá Akranesi og Garúnu frá Garðshorni á Þelamörk sem var undan Dofra frá Steinnesi. Á vorsýningu á Hólum fór Agnar í 8,37 í aðaleinkunn, hann fékk 8,46 fyrir sköpulag og 8,32 fyrir hæfileika. Hæst ber 9,0 fyrir tölt, honum er einatt lýst sem skrefmiklum og lyftingargóðum. Næsthæstur fjögurra vetra stóðhesta var Ambassador frá Bræðraá sem er undan Skaganum frá Skipaskaga og Hugadótturinni Tign frá Úlfsstöðum. Ræktandi hans og eigandi er Pétur Vopni Sigurðsson. Ambassador er alhliðagengur skrefmikill hestur og hlaut hann m.a. 9,0 fyrir tölt og samstarfsvilja. Með hæstu aðaleinkunn eða 8,42 var Valíant frá Garðshorni á Þelamörk undan Adrían frá sama bæ og Kolfinnsdótturinni Mánadís frá Hríshóli 1. Ræktendur hans er Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir Thorlacius en eigendur eru K.Ó. Kristjánsson og Daníel Jónsson. Valíant er framfallegur og léttbyggður með 8,61 í sköpulagi þar af 9,0 fyrir háls, herðar og bóga og samræmi. Valíant var í efsta sæti í sínum flokki á Landsmótinu. Stóðhestar 5 vetra Í flokki fimm vetra stóðhesta komu 89 hestar í fullnaðardóm eða 10% sýndra hrossa. Þriðju hæstu einkunn ársins í þessum flokki hlaut Drangur frá Steinnesi, undan Draupni frá Stuðlum og Ólgu frá Steinnesi, með 8,44 í aðaleinkunn. Ræktandi hans og eigandi er Magnús Jósefsson. Drangur er skrefmikill og hágengur myndargripur, með 8,73 fyrir sköpulag. Hann er með 9,0 fyrir samræmi, fótagerð og hófa. Fyrir hæfileika hlaut hann 8,28, með 8,5 fyrir flesta þætti kosta. Næsthæstu einkunn ársins hlaut Geisli frá Árbæ undan Ölni frá Akranesi og Gleði frá Árbæ sem er undan Vökli frá Árbæ. Hann er ræktaður af Vigdísi Þórarinsdóttur og Gunnari Andrési Jóhannssyni og í eigu G. Jóhannsson ehf. Í aðaleinkunn á Landsmótinu hlaut Geisli 8,46 þar sem hann var í öðru sæti í flokki fimm vetra stóðhesta. Geisli er stór og afar framfallegur, léttbyggður og jafnvægisgóður hestur. Bak og lend er einstaklega gott en fyrir það hlaut hann 9,5, fyrir háls, herðar og bóga og samræmi hlaut hann 9,0. Geisli er skrefmikill hestur og fyrir flesta þætti kosta hlaut hann 8,5. Vala frá Garðshorni á Þelamörk. Knapi er Agnar Þór Magnússon, sem einnig er ræktandi hennar ásamt Birnu Tryggvadóttur Thorlacius. Myndir / Óðinn Örn - Eiðfaxi Díva frá Austurási, knapi Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Álfamær frá Prestsbæ, knapi Árni Björn Pálsson. Hildur frá Fákshólum hlaut hæstu einkunn 5 vetra hryssa. Elsa Albertsdóttir og Halla Eygló Sveinsdóttir elsa@rml.is & halla@rml.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.