Bændablaðið - 01.12.2022, Page 57

Bændablaðið - 01.12.2022, Page 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 Margir hafa óvart sett ullarpeysu í þvottavél með öðrum þvotti og fengið hana aftur úr vélinni nánast eins og þófinn vettling. Þetta getur verið mikill skaði ef um er að ræða uppáhaldspeysu. Fólk lærir að til að ullarföt hlaupi ekki þarf að þvo þau varlega, helst í höndum, og vinda þau og þurrka eftir kúnstarinnar reglum. Þetta þykir sumum vandasamt og tímafrekt og fagna því að geta nú fengið prjónagarn sem hleypur ekki. Í verslunum má sjá mikinn fjölbreytileika garns, liti og gerðir, og á merkimiðum þess stendur að garnið sé 100% ull og sé auk þess „superwash“. Það þýðir að flík úr garninu breytist ekki í þvotti og megi því þvo hana með öðrum þvotti. Eðlilega sýnist mörgum að þetta garn sé heppilegt í barnapeysur sem oft þurfi að þvo. Gerð og eiginleikar ullar Fyrir rúmlega fjörutíu árum var ég í báti sem hvolfdi í fjöruborði eyðieyjar. Allt fór vel og við gátum kraflað okkur í land, hundblaut inn að skinni. Við þurftum að bíða í nokkurn tíma eftir hjálp. Tveir í hópnum eru mér sérstaklega minnisstæðir. Sá elsti var í lopapeysu yst fata. Hann dreif sig strax úr öllu að ofan, vatt lopapeysuna, fór í hana næst sér og blautan stakk þar utan yfir. Hann komst vel af. Töffarinn í hópnum var bara í gallabuxum og öðrum bómullarfötum, hann var mjög kaldur og skjálfandi þegar hjálpin barst. Sjálf var ég hin hressasta, í ullarnærfötum og lopapeysu og dundaði mér við að ganga um og skoða fugla á meðan við biðum. Fróðlegt er að skoða ullarhár í smásjá til að sjá gerð þeirra. (Sjá mynd 1.) Yfirborð háranna er þakið flögum, þær liggja frá hárrótinni og skarast. Flögurnar hrinda frá sér vatni svo að það rennur greiðlega niður hárin. Yfirborð ullarhára hleypir í gegnum sig vatnsgufu og innri hluti þeirra er svo vatnsdrægur að vatn getur verið um 30% af þyngd ullar án þess að hún virðist blaut við snertingu, því að vætan helst innan við yfirborðsflögurnar. Þessi bygging ullarháranna og eiginleikar orsaka þau einkenni sem ull er þekkt fyrir, kindur þola vel rigningu og þorna fljótt ef þær blotna, raki og sviti flyst auðveldlega frá húðinni í gegnum ullarflíkur og þær halda á okkur hita þótt þær séu blautar. Flögurnar á ullarhárunum gera yfirborð þeirra hrufótt. Ef ullinni er dýft í heitt vatn ýfast flögurnar, rétt eins og þegar skeljar opnast, og sama gerist ef ullarhárum er nuddað saman fram og aftur. Hárin verða eins og þakin litlum krókum sem krækjast rækilega saman og mynda þéttan flóka, ullin þæfist. Þetta gerist ef ullarflík er nudduð í þvotti eða er innan um annan þvott í tiltölulega litlu vatni í þvottavél. „Superwash“ Til að koma í veg fyrir að ullarflíkur hlaupi þarf að breyta gerð ullarinnar, koma í veg fyrir virkni yfirborðsflaganna. Oftast hefur það verið gert með klórefnum. Við vinnsluna er notað gífurlegt magn af vatni og svo mikið af eitruðum mengunarefnum að í sumum löndum er hún bönnuð. Því hefur ull verið flutt til vinnslu í þeim löndum þar sem mengunarvarnir eru litlar sem engar, með afleiðingum fyrir fólk og náttúru þeirra landa. Einnig mun vera unnið að því að finna nýjar aðferðir og hættuminni en klórmeðferðina. Hver sem aðferðin er við að eyðileggja yfirborðsflögur ullarháranna þýðir það ekki bara að hárin hætta að krækjast saman heldur tapast líka sá sá eiginleiki ullarinnar að hrinda frá sér vatni og hleypa raka í gegnum sig. Garnvinnslur hjúpa þá ullarhárin með einhvers konar plastefni eða næloni í stað hinna náttúrulegu yfirborðsflaga svo að þegar við handleikum garnið er það ekki lengur náttúruleg ull sem við snertum heldur plastefni. Og þótt standi á merkimiðum garnsins að um sé að ræða 100% ull er það í raun ekki rétt, í ullina eru líka komin plastefni sem þekja hvert hár örþunnu lagi. Á meðan flík úr slíku garni er notuð og þvegin, og eftir að hún er ónýt og ullin sjálf horfin inn í náttúrulegar hringrásir, berast örplastagnir sem frá henni koma um alla jörð og haf. Bæði austan hafs og vestan er mikil andstaða gegn „superwash“ garni en hérlendis kaupir flest fólk það óafvitandi um þá meðferð sem ullin hefur fengið og afleiðingar hennar. Margar nútímaþvottavélar eru þó með ágæt ullarprógrömm og ekki ætti að vera ofverk fólks að flokka þvottinn sinn og þvo ullarföt sér. Og svo má minna á að um aldir hefur ull verið þvegin á Íslandi. Oft í heitu vatni, nánast við suðu, bæði til að losna við óhreinindi og til að lita ullina og það án þess að hún tapaði sínum undraverðu eiginleikum. Galdurinn er að setja ullina í mikið vatn, kalt eða ylvolgt, og hita það hægt og síðan þarf aftur að kæla það mjög hægt. Þá eyðileggjast ekki yfirborðsflögur ullarháranna og þau eiga að vera jafngóð eftir þvottinn. Og það er gaman að þvo ull. Hreyfa hana og kreista í volgu vatni og njóta áferðar, lyktar og lita. Sigrún Helgadóttir náttúrufræðingur. Sigrún Helgadóttir. Hlaupandi ull eða plasthúðuð Mynd 1. Rafsjármynd af ullarhári sýnir yfirborðsflögur háranna. Fleiri gerðir ullarhára má sjá á netinu með því að slá inn leitarorðin: „wool fibre microscopic view“ Mynd 2. Sami vettlingur fyrir og eftir þvott í þvottavél með öðrum fötum. Stroffið er prjónað með „superwash“ garni og breytist ekkert í þvotti. Belgurinn er prjónaður úr plötulopa og þófnar og þykkist við þvottinn. Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Ford F350 XLT til sölu! Innfluttur frá Canada þá ekinn 75,000 km nú ekinn 160,000 km! EGR og DPF tekið úr! ECU forritað , Allt sem var tekið úr er til og fylgir með. Bíllinn er 37” breyttur. Undir palli er festing fyrir stól / Fifth Wheel. Leður Klæðning á sætum, Bakkmyndavél og Palllok. Ekki vsk. bíll. Nýtt í bremsum og smurbók. Almenna Bílaverkstæðið símar: 695-2700 og 588-9866. Víkurhvarfi 8 | 203 Kópavogi | S. 544 4656 | mhg.is VETRARBÚNAÐUR Salt- og sanddreifarar. Amerísk gæðatæki sem endast.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.