Bændablaðið - 01.12.2022, Page 61

Bændablaðið - 01.12.2022, Page 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 1. desember 2022 afleysingu o.þ.h. Það er samdóma álit þeirra sem í ferðina fóru að slíku appi sem tengist skýrsluhaldskerfi nautgriparæktarinnar þurfi að koma í gagnið hér á landi hið fyrsta. Sónarskoðun Þriðji dagur námskeiðsins fór að mestu í verklegar æfingar á sláturhúsinu. Fyrir hádegi voru kýrnar metnar lifandi og eftir hádegi voru æxlunarfæri metin og krufin eftir að búið var að slátra kúnum. Þá fóru einnig fram æfingar í notkun á sónar og var Easi-Scan:Go frá IMV notaður til verksins. Með honum er hægt að greina fóstur niður undir 30 daga meðgöngu. Hann er líka með innbyggðu þráðlausu neti, þannig að bóndinn getur fylgst með því sem fyrir augu ber í sínum síma. Þess má geta að um 70-80% frjótækna í Evrópu nota sónar við fangskoðun. Með slíku tæki er einnig hægt að staðfesta hvort um tví- eða fleirkelfinga er að ræða, ásamt því að mæla með mun meiri nákvæmni aldur fósturs. Einnig er hægt að leggja mat á eggjastokka, stöðu gulbúa og eggbúa og einnig blöðrur á eggjastokkum. Loks er hægt að fangskoða mun stærri hópa á skemmri tíma með mikilli nákvæmni, og hefur það í för með sér minna álag á hendur og axlir frjótækna. Nokkrir af þátttakendum á námskeiðinu eru meðlimir í félagi norræna nautgriparæktarmanna, NÖK, Nordisk Økonomisk Kvægavl. Einn af helstu forsvarsmönnum NØK í Danmörku er Lars H. Pedersen, kúabóndi á búinu Klovborg, sem er rétt norðan við Álaborg. Hann fékk veður af námskeiði þessu og bauð hann og kona hans, Lis Pedersen, öllum hópnum til kvöldverðar heima á Klovborg. Var þar veitt á báðar hendur og lýsti heimboðið einstöku vinarþeli þeirra hjóna. Sungin voru íslensk ættjarðarlög og náði ferðin ákveðnum hápunkti þegar þorri íslensku frjótæknastéttarinnar söng Bjössi á mjólkurbílnum fyrir bílstjóra Arla, um leið og hann dældi rúmlega 12.000 lítrum um borð í mjólkurbílinn. Niels, sonur þeirra hjóna, hefur nú tekið við búrekstrinum og eru um 635 Jersey kýr á Klovborg og 730 á Lykkegård. Heimasíða búsins er www.klovborg. dk. Allar dyr opnar Heimferðadagurinn byrjaði með heimsókn í VikShop, sem er vefverslun Viking með margvíslegar rekstrarvörur fyrir bændur og frjótækna. Starfsemi þessi byrjaði í bílskúr fyrir nokkrum árum en er nú komin í allstórt vöruhús, með veltu nokkuð á annan milljarð kr. á ári. Markmið verslunarinnar er að útvega félagsmönnum rekstrarvörur á hagstæðustu kjörum sem möguleg eru. Lokahnykkurinn var síðan heimsókn á nautastöð VikingGenetics í Assentoft þar sem starfsemi stöðvarinnar og framkvæmd kynbótastarfsins var kynnt í ítarlegu máli. Í lok ferðar voru þátttakendur sammála um að framkvæmd námskeiðsins og viðurgjörningur allur hefði verið framar vonum. Enda sýnir reynslan að þegar knúið er dyra hjá ræktunarfélögunum á Norðurlöndunum, þá standa okkur Íslendingum allar dyr opnar. Því má þakka persónulegum tengslum sem hafa m.a. orðið til á vettvangi NÖK. Þau tengsl má nýta með margvíslegum hætti; eðli máls samkvæmt geta ekki allir frjótæknar farið af landi brott í einu og því er grundvöllur fyrir fleiri námskeiðum af þessu tagi. Einnig þarf að huga að nýmenntun frjótækna í framtíðinni og hvort hún geti farið fram í samstarfi við Viking. Forsvarsmenn félagsins hafa áhuga á að skoða möguleika á kyngreiningu sæðis úr íslenskum nautum á stöðinni í Assentoft. Þann möguleika verður að skoða áður en ráðist er í gífurlegar fjárfestingar í tækjum og aðstöðu hér heima. Þá er mjög mikill áhugi á að koma upp skráningarappi á borð við HandyVik hér á landi og hafa íslenskir kúabændur raunar ályktað um nauðsyn þess og því ætti ekkert að vera að vanbúnaði að hrinda slíku í framkvæmd á næstu misserum. Baldur Helgi Benjamínsson og Andri Már Sigurðsson. Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Velferðarsjóð BÍ fyrir árið 2022 Umsóknarfrestur er til og með 31.desember 2022 Umsóknum skal skilað til bondi@bondi.is Tilgangur og markmið sjóðsins er að styðja fjárhagslega við félagsmenn Bændasamtaka Íslands er þeir verða fyrir meiriháttar áföllum í búrekstri sínum, s.s. vegna veikinda og slysa. Fyrirhugaðar eru breytingar á sjóðnum og hvetjum við því öll sem eiga rétt á að sækja í sjóðinn að gera það núna. Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum sjóðsins má finna á vef samtakanna. Velferðarsjóður Bændasamtaka Íslands Auglýst er eftir umsóknum um styrki í Starfsmenntasjóð BÍ fyrir árið 2022 Umsóknarfrestur er til og með 31. desember 2022 Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum Bændatorgið Markmið starfsmenntasjóðs er að efla frumkvæði bænda til að afla sér endur- og starfsmenntunar í þeim tilgangi að styrkja færni sína í að takast á við flóknari viðföng í búrekstri. Fyrirhugaðar eru breytingar á sjóðnum og hvetjum við því öll sem eiga rétt á að sækja í sjóðinn að gera það núna. Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum sjóðsins má finna á vef samtakanna. Starfsmenntasjóður Bændasamtaka Íslands Ígrundað yfir æxlunarfærum. Mynd / SBH Erum að taka niður pantanir fyrir sumarið Nýttu þér forkaupsafsláttinn ef pantað er fyrir áramót Zodiac Bombard Sunrider 5.5 og 6.5 á leiðinni sem er fullbúinn fjöldskyldu­ bátur á frábæru verði eða frá kr. 2.950.000 m/vsk. Zodiac PRO 5.5 er mest seldi RIB báturinn á Íslandi í ár. Einstök gæði og áreiðanleiki. Grunnverð kr. 3.150.000 m/vsk. Zodiac OPEN 4.8 er vinsælasti vatna­ og innfjarðarbáturinn í Evrópu í dag. Verð kr 2.750.000v m/vsk. Linder ál­bátarnir sem eru búnir að vera nær uppseldir í Evrópu síðastliðin sumur koma eftir áramót í stærðum 400­460. Heyrðu í okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig. Sportbátar.is er umboðsaðili Zodiac og Linder á íslandi. Upplýsingar á sportbatar@sportbatar.is og 760-5000

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.