Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 89

Arkitektúr og skipulag - 01.08.1992, Side 89
Mynd 4. Ný íbúða- og athafnasvæði samkvæmt A.R. 1990 - 2010. fyrir Borgarholtshverfin verður byggður í Borgarholti II. Flestar breytingar á landnotkun innan núverandi byggðar eru óverulegar. (Mynd 4) sýnir ný fbúða- og atvinnusvæði á skipulagstímabilinu og (Mynd5) helstu breytingar á stofn- og tengibrautum. UMFERÐARÞÁTTUR AÐALSKIPU- LAGSINS Gert er ráð fyrir að bílaeign á íbúa, aukist úr 500 bílum á hverja 1000 íbúaí600árið2010. (mynd7) Aætlað er að ferðafjöldi á sólarhring aukist um 41 %, þrátt fyrir að gengið sé út frá 50% hækkun á orkuverði. Mest aukning á umferð verður frá nýjumbyggðasvæðum norðan Grafarvogs og frá suðurhluta höfuðborgarsvæðisins. Lítil umferðaraukning er áætluð vestan Kringlumýrarbrautar í Reykjavík. ( Mynd 6.) Til að vinna á móti neikvæðum þáttum tengdum sívaxandi umferð og til þess að tryggja öryggi í um- ferðinni eru í aðalskipulaginu sett fram eftirfarandi markmið: 1. Greiða fyrir umferð á stofn- brautum. 2. Fækka umferðarslysum. 3. Minnka gegnumakstur um íbúðahverfi. 4. Minnka loft- og hávaða- mengun. 5. Fullnægja eftirspurn eftir bílastæðum. 6. Bæta almenningsvagna þjónustu. 7. Bæta aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi. 1 aðalskipulaginu er bent á fjöl- margar leiðir að ofangreindum markmiðum. REYKJAVÍK í SAMANBURÐI VIÐ ERLENDAR BORGIR Oft hafa heyrst fullyrðingar þess efnis að Reykjavík sé mun líkari amerískum borgum en evrópskum hvað varðar landnotkun og um- ferð. Með því að bera Reykjavík saman við talnasafn sem Peter Newman umhverfisfræðingur hefur tekið saman um borgir víðsvegar í heim- inum, kemur í ljós að þetta er ekki allskostarrétt. PeterNewman, sem er ástralskur sérfræðingur í bíla- umferð og orkunotkun, kom til Islands sl. haust og hélt fyrirlestur á Borgarskipulagi um þetta efni. Tölulegar upplýsingar í töflu 1 eru teknar úr bók Peters, Cities and automobile dependence, og byggjast á upplýsingum frá árinu 1980. Rétt er að taka fram að hér er um stórborgir að ræða, 33 að tölu, sjá mynd 8 sem sýnir íbúa á ha á móti bensínnotkun á íbúa. Ef við lítum fyrst á þéttleika byggðar, sjáum við strax að Reykjavík, sem er með 25 íbúa á ha., er heldur nær meðaltali amerískra stórborga með 14 íbúa á ha en evrópskra borga með 54 íbúa á ha. Hér er reyndar átt við borgarsvæði sem skilgreind eru á mismunandi hátt í hinum ýmsu löndum. íbúar á ha., á öllu höfuðborgarsvæðinu (Kjalarnes og Kjós ekki meðtalin) eru aðeins 3, en 16 ef lína er dregin umhverfis þéttbýlið á svæðinu. Allavegana er höfuðborgarsvæðið dreifbyggt borgarsvæði. Undanfarna áratugi hefur dregið mun hraðar úr þéttleika byggðar í evrópskum en amerískum borgum, 87

x

Arkitektúr og skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Arkitektúr og skipulag
https://timarit.is/publication/1783

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.