Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 10
þjóðhöfðingjar buðu Dunant lieim til skrafs og ráða-
gerða og ferðaðist liann úr einu ríki i annað.
Ýmsir málsmetandi menn sendu Dunant kveðjur og
þakkir, m. a. rithöfundarnir Victor Ilugo og Charles
Dickens.
Málið var nú komið á rekspöl, og fjórir svissneskir
áhrifamenn ákváðu ásamt Dunant að láta nú til skarar
skríða og' stefna að því að fá alþjóða viðurkenningu á
stofnun l’élaga til hjálpar særðum hermönnum, þeir Guil-
laume Ilenri Dufour, hersliöfðingi frá Napóleonsstyrjöld-
unum, Gustave Moynier, kunnur lögfræðingur, og tveir
læknar, þeir Théodore Maunoir og Louis Appia. Þeir
hittust 17. fehrúar 1863, og stjórnaði Dufour þeim fundi.
Kölluðu þeir félag sitt: „Fasla alþjóðanefnd til aðstoðar
særðum hermönnum”.
Misseri síðar, 28. ágúst, ákvað „nefndin“ að kalla sam-
an alþjóðaráðstefnu til þess að „hæta úr skorti á læknis-
þjónustu við lieri á vígvöllum“. Hún liófsf 26. október
1863, með þátttöku lækna og stjórnmálamanna frá 16
löndum, og slóð í 3 daga. Síðan l)auð Sviss 25 öðrum
ríkjum þátttöku í ráðstefnu í Genf 8. ágúst 1864, og þáðu
16 ríki það hoð, og 22. ágúst, eftir sjö starfsama fundi,
var undirritað „Samkomulag um aðsloð við særða menn
á vigvelli“. Ilin víðfræga Genfarsamþykkt var orðin að
veruleika. Áður ráðstefnunni lyki var ákveðið að gcfa
öllum rikjum, sem enn ekki höfðu staðfest samþykktina,
kost á að gera það síðar.
Skömmu eftir þetta setlist Henri Dunant að i París
vegna gjaldþrots, og hjó hann þar 1870 í fransk-þýzka
stríðinu, og eftir orustuna hjá Sedan kemur hann því
til leiðar að nokkrar horgir urðu friðhelgar sem „særðra
manna horgir,, og í kommúnu-óeirðunum árið eftir hjálp-
ar Dunant mörgum dauðadæmdum mönnum til undan-
komu. En þessi starfsemi hans varð þyrnir í augum
stjórnarinnar — og jafnframt hrakaði fjárhag þessa
8
Heilbrigt líf