Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 82
á, og er mælzt til þess, að menn losi sig' þar við nýlegar
bækur, sem þeir hafa lesið, en ætla sér ekki að eiga. Hef-
ur R. K. þannig komið sér upp stóru bókasafni, sem
„sjúkravinirnir” nota mikið í starfi sínu fyrir'einmana
sjúklinga og' gamalmenni. Bókavörður þessa safns, full-
orðin, elskuleg, sérmenntuð kona, bað fulltrúa R. K. í.
að taka með sér heim til íslands nokkra tugi norskra
og íslenzkra bóka úr safni hennar sem gjöf, í þeirri von
að það gæti orðið vísir að íslenzku R.K.-bókasafni, sem
ætlað yrði sama hlutverk og það, er hennar bókasafn
befur. Þótt því hafi fylgt nokkur skuldbinding að taka
við gjöfinni, var erfitt að hafna henni, og eru bækurn-
ar hingað komnar.
I Danmörku voru skoðuð dagheimili, vöggustofur og
hjúkrunarheimili fyrir langlegusjúklinga, ennfremur
unglingastarfsemi og kennslutilhögun í lijálp i viðlög-
um. Þá voru fulltrúar R. K. I. og viðstaddir setningu
R.K.-vikunnar í Danmörku. Fór sú athöfn fram i ráð-
hússal Arósa og var hin virðulegasta. Aðalræðuna við
það tækifæri hélt utanrikisráðherra Dana, Per Ilække-
rup. Taldi hann starf danska Rauða krossins vera afar
mikilvægt fyrir samskipti Dana við aðrar þjóðir, og
hefði R. K. aukið mjög á hróður landsins með þeim.
Hér hefur skiljanlega aðeins lítið eitt verið lalið af
þvi, sem fyrir augun bar í þessari Norðurlandaför. Full-
trúar R. K. í. mættu i öllum löndunum og öllum borg-
unum, hvar sem þeir komu, frábærri gestrisni og hlýjum
vinarhug. AIls staðar var fyrir hendi einlægur vilji til
að fræða og til að verða R. K. í. að liði, og margvísleg
aðsloð boðin, sem báðum aðilum yrði vafalaust ánægja
að, ef ])egin vrði. Ilið rausnarlega heimboð norrænu
félaganna og bin einlæga móttaka, sem þau veiltu full-
trúum R. K. í., sýnir, svo að ekki verður um villzt, að
R.K.-félögin á Norðurlöndum óska mjög eindregið eflir
nánari kynnum og samvinnu við félag okkar en verið
80
Heilbrigt líf