Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 61
sektarkenndin annars,“ sagði móðir Tims, „og það er sekt-
arkenndin, sem hefur kostað mig lífsgleðina, ekki
drengurinn.“
Til að forðast misskilning, vil ég taka fram, að flestir
foreldrar komast einhvern tíma í kast við samvizkubit
og sektarkennd gagnvart börnum sínum. Langflestum,
sem ekki eru að glíma við hálfgleymda drauga úr eigin
fortíð, tekst að taka i taumana, áður en ógæfan dynur
yfir. Hitt eru undantekningarnar, en þær eru nægilega
margar til þess að ástæða sé til að vara við þeim.
Hérlendis hefur um tveggja ára skeið verið starfrækt
geðverndardeild fyrir börn á vegum Heilsuverndarstöðv-
ar Reykjavíkur, til aðstoðar fólki, sem af einhverj-
um ástæðum lendir i örðugleikum með börn sin. Sú
deild hefur engan veginn við að greiða úr þeim vanda-
málum, sem þangað berast. Til þess vantar fleira sér-
menntað fólk og betri vinnuskilyrði. Eitt af því, sem
sárvantar, er hæli fyrir taugaveikluð börn. Sum vanda-
mál eru svo flókin, að ekki verður úr þeim greitt með
öðru móti en skilja foreldra og börn að um stundar-
sakir. En það vantar ekki einungis hæli, heldur líka sér-
menntað starfslið, til að starfrækja það. Það er erfitt
og kostnaðarsamt að koma íslenzkum börnum fyrir á
erlendum hælum, og málörðugleikar eru auk þess veru-
legum árangri Þrándur í götu.
Við íslendingar erum ein srnæsta þjóð í lieimi. Við
þörfnumst sérhvers einstaklings meira en stórþjóðirnar.
Það er kostnaðarsamt og fyrirhafnarmikið verk að
tryggja börnum andlega og líkamlega hreysti. En væri
ekki enn kostnaðarsamara að láta ungviðið fara í súginn?
Heilbrigt líf
59