Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 19
mánuðum eða jafnvel árum saman eftir vitneskju um
ástvini á vígstöðvunum, sem var „saknað“, eða ástvini,
sem vegna liernaðarins höfðu orðið að flýja heimili sín
og lialda út í óvissuna, eillhvað hurt, allslausir? Fyrir-
spurnunum rigndi yfir R.K. i Genf, og sjálfboðaliðar
flykktust í höfuðstöðvarnar. Á spjaldskrám R.K. vorn
áður en styrjöldinni lauk 7 milljónir mannanafna, og
ótrúlegum fjölda þessa fólks hafði tekizt að veita úrlausn.
Þegar Ijóst var orðið, að R.K. gat aflað upplýsinga um
striðsfanga og haft nokkurt samband við þá, tóku hréf
frá fjölskyldunum heima lil stríðsfanganna að slreyma
lil R.K. í þcirri von, að hann gæli haft upp á þeim og
komið lil þeirra kveðjum frá ástvinunum lieima. í hyrjun
komu um það hil 5 þús. slík bréf daglega að meðaltali.
Öll þessi bréf þurfti að umskrifa, svo að þau kæmust í
gegn um ritskoðun herveldanna, scm leyfðu ekki annað
en algerlega persónulegar vinakveðjur og fjölskyldufrétt-
ir. Hlutlaus ríki lilupu undir ijagga og önnuðust sinn
skerf af þessu starfi, sem fljótlega varð óviðráðanlegl
höfuðstöðvum R.K. einum.
í skjóli Alþjóðadómstólsins í Haag fóru sendimenn
R.K. óteljandi ferðir i fangabúðirnar víðsvegar mn löndin,
til þess að fylgjast með líðun og aðbúnaði fanganna, og
hvetja herveidin til að gæta skyldu sinnar gagnvart föng-
unum, en þar gat tiðum verið við rannnan reip að draga.
En vegna kynna sinna af fangabúðunum leilaðist R.Iv.
við að vekja samvizku herveldanna, og þótt mörg við-
leitni væri unnin fyrir gíg, varð miklu áorkað.
Erfiðasta viðfangsefni R.K. á þessum árum var að
koma á heimflutningi fanganna yfirleitt. Þegar styrjöldin
dróst á langinn, varð ljóst, hve ómannúðlegt það var, að
halda áfram að halda í fangabúðum þeim geysifjölda, sem
svo hafði liart orðið úti af sárum og sjúkdómum, að auð-
sætl var, að þeir gætu alls ekki gegnl herþjónustu aftur.
R.K. hóf sanmingaviðræður við herveldin um þetta vanda-
mál, og árið 1 Í)1 (5 vannst það á, að örkumlamenn og illa
Heilbrigt líf
17