Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 60
Móður Tims var bent á, að ekkert barn gæti krafist svo
mikilla fórna af foreldri sinu,nema foreldrið kysi af ein-
hverjum öðrum ástæðum að láta svo mikið af liendi
rakna. Þá tók móðirin að rifja upp fyrir sjálfri sér alla
þá erfiðleika, sem bún átti 'í, er bún gekk með Tim og
fyrst eftir að bann fæddist. Hún minntist þess, hversu
grátt forlögiu liöfðu leikið hana og allrar þeirrar bældu
örvæntingar, gremju og reiði, sem bún liafði fundið til.
Smám saman varð benni Ijóst, að hún liafði ósjálfrátt flutt
þessar tilfinningar yfir á drenginn og fyllzt ektarkennd.
I rauninni var þetta i fyrsta sinn, sem móðir Tims
gerði sér þetta ljóst, enda þótt henni væri sekt-
arkenndin löngu kunn tilfinning. Skömmu síðar sagði
hún: „Og í öll þessi ár hef ég haldið, að ég væri að
fórna mér fyrir Tim. I rauninni var ég ]>ara að reyna
að skjóta sjálfri mér undan sektarkenndinni. Mér befur
ekki einu sinni tekizt það. Ég bef alltaf einhvern veginn
fundið, að Tim vanhagaði um eittlivað, sem ég liefði átt
að láta honum í té. Ég vissi bara ekki, bvað það var.“
Yon bráðar fór móðir Tims að átta sig á, að hann vant-
aði fastara aðhald. Henni skildist, að hingað til liafði
hann borið alla ábyrgð á eigin uppeldi án þess að bafa
vit eða lífsreynslu til að velja og hafna af nokkurri skyn-
semi. Ilún sá, að Tim hafði farið á mis við það sjálf-
sagða traust og öryggi, sem livert barn finnur i vissunni
um, að foreldrar þess viti með öruggri vissu, livað barn-
inu sínu sé fyrir beztu og leyfi því ekki að koma sér
í ógöngur eða fara sér að voða. Ilenni varð auk þess
ljóst, að Tim varð ruglaður í ríminu og hræddur, þegar
hann var skammaður blóðugum skömmum aðra stund-
ina, en kysstnr og kjassaður liina, án þess að hann sæi
nokkurt orsakasamhengi fyrir slíkum sinnaskiptum.
Ilenni lærðist, að Tim lét vel að stjórn, þegar hann fann,
að liann gat treyst dómgreind móður sinnar. Enda var
hún fljót að snúa við blaðinu, þegar henni skildist, hvern-
ig dæmið leit út. „Drengurinn minn þarfnast eins og
58
Heilbrigt líf