Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 16
mál Prússa voru vel skipulögð, og' þeir færðu sér þegar
í nyt aðstoð R.K. Herlæknaráði þeirra leizt raunar í byrjun
ekki á, að leyfa samtökum óbreyttra borgara að starfa í
fremstu víglinu. Samt varð með bjálp R.K. miklu fleiri
mannslífum særðra bermanna bjargað, en i nokkurri
styrjöld áður hafði þekkzt. Og yfirstjórn prússnesku her-
læknamálanna lýsti yfir, að bjálp R.K. i þessu stríði
befði verið ómetanleg.
Nú liafði R.K. unnið virðingu og traust margra ríkis-
stjórna, en skammt var að bíða nýrra verkefna. Árið 1870
bófst striðið milli Frakka og Prússa. Prússar liöfðu vakað
á verðinum og lært af styrjöldinni við Austurríkismenn
nauðsyn R.K.-starfsins, en Frakkar voru miklu verr við-
búnir. Áhuginn sem Henri Dunant hafði vakið ineð Frölck-
um fyrir R.K., hafði fölnað. Genfarsamþykktina frá 1864
höfðu þeir undirritað og voru því aðilar að henni. En
þeir höfðu að miklu leyti gleymt henni aftur. En R.Iv. hófst
af alefli handa i Frakklandi þegar er styrjöldin var skoll-
in á. Hann sneri sér til almennings i Frakklandi um sjálf-
boðastai'f og fjárframlög, og í samvinnu við herlækna-
ráðið franska var komið upp mörgum liknarstöðvum og
sjúkrahúsum. í þessari skammvinnu en blóðugu styrjöld
unnu líknarsveitir R.K. mikið starf bæði á vígvöllunum
sjálfum og að baki víglinunnar. Ilenri Dunant var sjálfur
í París meðan hildarleikurinn geisaði og leysti af hendi
stórvirki.
Á næstu árum bárust R.K. enn mörg viðfangsefni. Al-
þjóðanefndin i Genf og félögin, sem stofnuð höfðu verið
viðsvegar um lönd, tóku saman höndum um að afstýra
því, að Genfarsamþykktin — þessi mikli áfangi í alþjóða-
löggjöf — yrði að marklitlu pappírsplaggi. Öflugur áróð-
ur var tekinn upp fyrir umbótum á lækna- og hjúkrunar-
þjónustu, og reynt að skipuleggja R.K.-félögin, sem dreifð
voru um heiminn, víðast fámenn, studd framsýnum,
fórnfúsum einstaklingum.
14
Heilbrigt líf