Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 54
hættulegt. Oft heyrist t. d., að börn, sem mæti ástúð-
legu og kærleiksríku viðmóti, þurfi einskis annars mcð
-----að barn megi standa óáreitt uppi í liárinu á for-
eldrunum og öðrum, og elckert megi banna því. Barnið
bverju nafni, sem nefnist, valdi þvingun og þvingun
valdi taugaveiklun,-------að verði forcldrið þreytt eða
gremjist, sé um að gera að láta ekki á neinu bera, held-
ur iieri því að vera ástúðlegra við barnið en nokkru sinni
fyrr------að hvers kyns refsing sé forijoðin vara og þar
fram eftir götum.
Það þarf enga sérstaka skarpskyggni lil að sjá, bvert
leiðir, ef slíkum kenningum er fylgt of fast eftir. Barn-
ið hlýtur óhjákvæmilega að ganga á lagið og verða ágeng-
ara og heimtufrekara en góðu liófi gegnir. Foreldrarnir
geta reynt eftir föngum að vera einhvers konar andleg
ofurmenni og dylja gremjuna og reiðina, sem framkoma
barnsins hlýtur óhjákvæmilega að vekja. En fyrr eða
síðar hlýtur að sjóða upp úr.
Það þarf miklu meiri skarpskyggni til að skilja, hvernig
það má verða, að jafnvel skynsamasta fólk geti farið
svo barnalega að ráði sínu. Til þess þarf að jafnaði að
skyggnast dýpra inn í sálarlíf foreldrisins. Það er l. d.
einkennilegt að sjá móður, sem er sjálf kurteisin og
hæverskan uppmáluð, loka augunum fyrir þvi, að barnið
hennar er argur óþekktarangi, sem öllum er orðið í nöp
við. Sé hins vegar vitað, að sömu móður leyfðist aldrei
að sýna á sér blett eða hrukku á barnsaldri og þaðan af
síður að lála í ljós eðlilega andúð á slíkri meðferð, verð-
ur skiljanlegra, að hún gcli notið þess á einhvern hátt
að leyfa barninu sínu að baða sig í þeim sömu tilfinn-
ingum og hún varð sjálf að selja undir loku og slá. Það
verður líka skiljanlegt, að sama móðir, jafnvel eftir
að hún er löngu orðin þreytt á að vera þræll uppvöðslu-
sams barns, — geti ekki látið gremjuna og andúðina i
ljós á eðlilegan hátt, Iieldur fyllist sektarkennd yfir að
bera svo ófagrar tilfinningar í brjósti gagnvart harðstjór-
52
Heilbrigt líf