Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 76
ÁRSSKÝRSLA RAUÐA KROSS ÍSLANDS
30. september 1961 til 27. júní 1963.
Stjórnin skipti með sér verkum þannig:
Formaður: dr. Jón Sigurðsson, borgarlæknir, kosinn
sérstakri kosningu á aðalfundi.
Varaformaður: séra Jón J. Auðuns, dómprófastur.
Ritari: Óli J. Ólason, stórkaupmaður.
Gjaldkeri: Árni Björnsson, endurskoðandi.
Meðstjórnendur: Guðm. Karl Pétursson, yfirlæknir,
Jón Mathiesen, kaupmaður, Torfi Bjarnason, héraðs-
læknir, dr. Gunnl. Þórðarson, stjórnarráðsfulltrúi, og
Emil Jónasson, símstöðvarstjóri.
Þeir stjórnarmenn, sem búsettir eru á Akranesi, Akur-
eyri og Seyðisfirði, hafa ekki getað setið stjórnarfundi,
en í þeirra stað hafa mætt á fundunum varamennirnir
frú Ragnheiður Guðmundsdóttir, læknir, og Davíð
Scheving Thorsteinsson, forstjóri.
A starfstímabilinu befur stjórnin baldið 20 bókaða
fundi.
Þ jálfaranámskeið.
Fyrsta verkefnið, sem stjórnin beitti sér fyrir, var að
halda námskeið fyrir þá, sem kenna vildu hjálp í við-
lögum, en slík námskeið liafa ekki verið haldin áður.
Það hefur löngum verið erfitt að fá menn með næga
þekkingu og hæfileika til að kenna og þjáifa almenning
í þessari grein, einkum úti á landsbyggðinni, og ákvað
stjórnin því að greiða ferðakostnað þeirra, sem sækja
vildu þessi námskeið og stæðust tilskilið próf að þeim
loknum. Ferðastyrkur skyldi þó aðeins greiddur þeim,
sem ldutaðeigandi Rauða kross deild mælti með og
styrkti einnig til fararinnar.
74
Heilbrigt líf