Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 35
snyrtiklefi og svalir, en fæði, þjónustu og annan aðbún-
að lætur stofnunin í té.
Önnur svipuð stofnun er Ilareskovbo hjá Kaupmanna-
höfn, sem hefur tvær íbúðarblokkir, sérstaka vistmanna-
deild fyrir einhleypinga og bin sameiginlegu salakynni
fyrir alla.
Fyrirtæki þessi eru sjálfseignarstofnanir og verða ibú-
arnir að greiða vissa fjárupphæð til þess að öðlast íbúðar-
réttindi, en auk þess mánaðarlega leigu. I Fortegaarden
er stofngjaldið fyrir minni íbúðirnar um 11 þús. íslenzk-
ar krónur, en mánaðarleigan um 1000 kr. með innifal-
inni upphitun, fyrir þær stærri um 18 þús. og leigan
13—1100 lcr. Stofngjald er endurgreitt við hurtflutning.
Á vistmannadeildinni er ekkert stofngjald, en daggjald
um 150 krónur. Sennilega mun frú Grethe Ásgeirsson
gefa ýtarlegri upplýsingar um þessar stofnanir hér í
útvarpinu bráðlega, og vil ég vekja eftirtekt á því.
Hér þarf að koma upp svipaðri sjálfseignarstofnun fyrir
roskið fólk, með viðráðanlegu inntökugjaldi og hæfilegri
mánaðarleigu. Ég tel víst, að liin mjög framfarasinnaða
og félagslega hugsandi borgarstjórn Reykjavikur yrði
fús til að leggja lienni til nægilega stóra lóð fyrir lítið
eða ekkert endurgjald og Tryggingastofnun ríkisins lil
að veita rífleg og góð lánskjör, ef til þess kæmi, að
áliugamenn um þetta mál bindust um það samtökum.
í raun og' veru ætli Samband starfsmanna ríkis og hæja
að búa i haginn fyrir meðlimi sína með því að láta þetta
mál til sín taka.
Hér í Reykjavík eru að vísu tvö prýðilcg dvalar- og
hjúkrunarheimili fyrir aldrað fólk, þar sem er Ellibeim-
ilið Grund og Dvalarheimili aldraðra sjómanna, og nokk-
ur minni elhheimili eru úti á landi, þar á meðal ])að,
sem ég réði mestu um tilhögun á og hafði undir minni
stjórn í nokkur ár. Mín reynsla er sú, að í sveitum fer
gamalt fólk ekki ó slika stofnun, ef það á búandi börn,
fyrr en það bættir að geta létt undir á heimilum þeirra
Heilbrigt líf
33