Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 70
nema sjálfsögð umhyggja, að foreldrarnir taki börnin
sér við hönd, leiði þau með opnum augum gegnum um-
ferðina og kenni þeim grundvallarreglur umferðarinnar.
Slikt uppeldi mundi lcoma þeim að góðu lialdi og gæti
hjargað þeim síðar frá hráðum voða. Föðurleg og móð-
urleg umhyggja er ekki síður nauðsynleg i umferðinni á
götunni, en í heimahúsum.
Það er enn fremur alltof algeng sjón að sjá smábörn
að leik á götum borgarinnar, án noklcurs eftirlits for-
eldra eða eldri barna. Börn á aldrinum 2—5 ára ættu
aldrei út á götu að fara, nema þeirra sé g'æll. Þan lcunna
ekki að varast hætturnar, og er það því fremur tilvilj-
un ein, eða aðgát annarra vegfaranda að þakka, að þau
verða ekki umferðinni að bráð. Lillu börnin eru bezl
geymd heima eða á leikvöllum, þar sein þau gela dund-
að við að róta í sandkössum, undir eftirliti gæzlukonu
eða fóstru. Það má að vísu gera ráð fyrir því, að barnið
endist ekki lil að róta i sandkassa allan daginn, en þcg-
ar það er ekki á leikvellinum, þá má ekki sleppa því út
á götuna, til að leika sér. En þegar það vex að viti og
þroska og fer að átta sig á umhverfinu, þá má fara að
kenna því einföldustu umferðarreglur, svo að það geti
varazt hættur umferðarinnar. En jafnframt því sem það
þroskast og stækkar, vex athafnaþrá jiess og umsvifin
verða meiri. Það þarf meira svigrúm, og leikvellirnir
duga j)ví ekki lengur. Skólaaldurinn tekur við og nú
verður barnið að hafa lært allar þýðingarmestu unrferð-
arreglnr, kunna að varast hætturnar og taka tillil lil ann-
arra vegfarenda. Félagsþroski barnsins vex að sama
skapi sem það lærir holla umgengnishætti. Fram að
þessn skeiði þurfa foreldrar og aðrir venzlamenn að
kenna barninu rélta hegðun í umferðinni, svo að hjá
því skapist meðvitund um hættuna í umferðinni og að
þess vegna sé óhætt að Iáta það eitt í umferðinni, á leið
í skóla og úr, og að leik.
68
Heilbrigt líf