Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 24
en til annarra milljóna var ékki unnt að ná, vegna þess að
þjóS þeirra eSa óvinaþjóS var ekki aSili að stríðsfanga-
samþykktinni frá 1929.
Á alþjóðaþingi R.K., sem lialdið var i Tokyo 1934 hafði
stríðsfangavandamálið mjög verið til umræðu, og þar var
gengið frá drögum að samþykkt um þetta mál, sem ieggja
átti fyrir fulltrúafund margra ríkisstjórna árið 1910. En
þá var síðari heimsstyrjöldin skollin á. Ef samþykktin
hefði að óskum R.K. verið gerð áður en sú styrjöld hófst,
hefði ómælanlegum þjáningum orðið afstýrt. En R.Iv.
gerði það, sem á valdi hans var. Og tala litlu bréfanna
— 25 orða bréfa — sem R.K. annaðist að farið gætu
milli fanganna og ættingjanna heima, varð að lokum um
það bil 24 milljónir.
Þá bættust við vandamálin um óbreytta borgara i fanga-
búðum, en þeir urðu geysimargir. R.K. annaðist sendingu
á 700 þús. pölckum lil þeirra.
Þá þurfti að sinna hinum hungruðu þjóðum. í því sam-
liandi ætti mönnum enn að vera minnisstæð hungurs-
neyðin i Grikldandi 1941—42, þegar fólkið hrundi niður
úr hungri í svo geigvænlega stórum stíl, að menn óttuðust
að þjóðin yrði bókstaflega öll hungurmorða. R.K. byrjaði
á að setja upp almenningseldhús af matgjöfum frá tyrk-
neska Rauða hálfmánanum, en það er nafnið á félags-
skap þeirra, er samsvarar Rauða krossi kristinna manna,
en hálfur máni er þeirra trúartákn. Þá barst R.K. stór-
mannleg hjálp frá Kanada, sem miklu bjargaði í Grikk-
landi. Víða annarsstaðar var reynt að bægja frá liungur-
vofunni.
Líknarstarfinu á vígvöllunum og hjúkrunarstarfinu
fyrir særða og sjúka að baki víglínunnar má segja að
lokið væri að mestu skömmu eftir að styrjöldinni lauk
árið 1945, en þá biðu R.K. enn mikil og erfið verkefni.
Árum og árum saman var sleitulaust unnið að því, að
leita uppi týnda striðsfanga og óbreylta borgara, og nýjar
hörmungar, sem i mörgum myndum fylgdu í kjölfar
22
Heilbrigi líf