Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 71
Á síðari árum hefur margt verið gert af hálfu hins
opinbera, lil þess að auka almennt öryggi, vegna aukinn-
ar umferðar. Götuvitar hafa verið reistir, gangbrautir
merktar, stéttir lagfærðar, grindur gerðar á hættulegum
götuhornum vegfarendum til öryggis, o. m. fl. En þótt
margt bafi verið gert, þá er margt óunnið enn. Viða
vantar gangstéttir, umferðareftirlit með fótgangandi
vegfarendum er ekkert að heita má, bifreiðalögunum
er ekki framfylgt og eftirlit með börnum á götunni er
svo að segja ekkert. Það er algeng sjón að sjá óvita
ráfa eina um göturnar, og stálpuð börn skoppa eða
sparka bolta eftir akbrautum, börn að leik og röltandi
langt fram á nætur o. s. frv. Hér er því mikilla úrbóta
þörf, fyrst og fremst af hálfu l'oreklra og aðstandenda
barna. Þeir verða að rækja betur uppeldisskyldur sínar
en nú er. Yfirvöldin verða að hcrða allt umferðareftirlit
og gera þá kröfu lil hins almenna vegfarenda, að liann
hagi sér betur i umferðinni og fylgi settum reglum. Með
því móti mundi skapast umferðarmenning og sterkt al-
menningsálit, er mundi vernda það, sem áunnizt hefur,
svo að j)að glatisl ekki og veili borgurunum traust og
öryggi í vaxandi umferð.
Fyrsta boðorðið er: Burt með börnin af götunni. Kenn-
ið börnunum umferðarreglurnar og hlýðni við þær. En
það er líka lil önnur hlið á þessu máli: Vaxandi borg
verður að skapa börnum góð skilyrði til leiks og þroska.
í stað leikvangs götunnar verða að koma víðir vellir,
eða almenningsgarðar, þar sem borgararnir geta unað
með börnum sinum á sólbjörtum dögum, þar sem þau
gætu komist í snertingu við náttúruna og leikið sér frjáls
og óhult frá ys og þys stórborgarinnar. í stað þröngra
leikvalla þurfa að koma leiksvæði; í stað sleðagatna
sleða- og skíðabrautir, og grunnar tjarnir fyrir smábála-
siglingar á sumrin og skautaferðir á veturna. Hér kem-
ur til kasta góðviljaðra yfirvalda i vaxandi borg. Það
Heilbrigt líf
69