Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 86
verð verður á frímerkjunum og gengur það til R. K. í.
Guido Bernhöft, stórkaupmaður, hefur verið stjórn-
inni til ráðuneytis og aðstoðar í máli þessu.
100 árci afmæli AlJjjóða Rauða krossins.
Mikil hátíðahöld verða í Genf frá miðjum ág'úst
fram í miðjan september n.k. i tilefni af aldarfmæli
Rauða krossins. Aðalathöfnin fer fram 1. sept., og þann
dag verður afmælisins einnig minnzt um allan heim.
í R. Iv. eru nú um 160 milljónir félagsmanna i 90 löndum.
í sambandi við afmælið eru víða um lönd haldnar sýn-
ingar, ýmist á myndum og merkjum úr starfinu, teikn-
ingum skólabarna eða þjóðbúningum. Stjórn R. K. í.
hefur sent liéðan 12 teikningar barna og unglinga á
norræna teiknisamkeppni, sem R.K.-félögin halda um
þetta leyti í Kaupmannahöfn. Myndirnar verða siðar
sendar á sýningu i Bruxelles. Fræðslumálastjóri, Helgi
Elíasson, og teiknikennarar skólanna liafa aðsloðað
R. K. í. við útvegun teikninganna og valið þær.
Þá hefur R. K. í. senl þrjár vandlega gerðar hrúður
í íslenzkum þjóðbúningum til sýningarkeppni á hátíð-
inni í Genf.
Alþjóða R. K. hefur látið gera sögulega kvikmynd urn
starf R. K. í 100 ár, og hefur R. K. í. aflað sér eintaks af
kvikmyndinni lil ráðstöfunar fyrir deildirnar.
Ilér á landi verður aldarafmælisins minnzt með há-
tíðarhaldi, og hefur stjórn R. K. í. skipað eftirtalda menn
i hátíðarnefnd: sr. Jón J. Auðuns, dómprófast, formann,
dr. Pál fsólfsson, organleikara, Val Gíslason, leikara,
Pál Sigurðsson, tryg|ingaryfirlækni og Pál Líndal, hrl.
Nij deild.
Nýlega var stofnuð á Suðureyri við Súgandafjörð ný
Rauða kross deild með 33 stofnendum.
í stjórn voru kosnir: Sturla Jónsson, hreppstjóri, for-
maður, séra Jóhannes Pálmason, sóknarprestur, og Giss-
84
Heilbrigt líf