Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 42
Piltar Stúlkur
10 ára ............ 10.4 2.8
11 - 12.1 2.5
12 — .............. 15.4 5.7
Eftir þessu að dæma, eru reykingar um þrefalt líðari
meðal drengja en stúlkna. Ennfremur sýnir taflan, að
í 12 ára bekkjum ern reykingar um 50% algengari lijá
drengjum og um belmingi tiðari hjá stúlkum en í 10
ára bekkjum.
Séu nú þeir, sem fikta, taldir með reykjandi börnum,
hækka tilsvarandi hundraðstölur drengja upp í 12.5 í 10
ára og upp í 12.7 í 11 ára bekkjum.
Meira en 1 sigarettu á dag að meðaltali revkja 1.8%
drengja (í 12 ára bekkjum 2.4%) og 0.5% stúlkna. Eng-
in stúlka viðurkennir meira en 3 sígarettur á dag. En
einn 12 ára drengur kveðst reykja 20 sígarettur á dag
og nokkrir allt að 2 til 7 á dag.
Eftirtektarvert er það, að 35 drengir og 4 stúlkur segj-
ast vera hætt að reykja. Allt eru þetta börn úr 11 og 12
ára bekkjum.
Séu tölurnar í töflu I bornar saman við niðurstöð-
urnar frá könnuninni árið 1959, virðist svo sem reyk-
ingar aukist mjög við það, að börnin fara úr barnaskóla
upp í unglinga- eða framhaldsskóla. Hjá piltunum er
aukningin úr 15.4% upp i 34.8% eða um rúman helm-
ing, hjá stúlkunum úr 5.7% upp í 17.2% eða þreföld.
Með liækkandi aldri er aukningin svo hægari.
í 13 ára aldursflokkum framhaldsskólanna reyktu 2,7%
pilta daglega og 3.2% stúlkna. Ilér er samanburður við
12 ára bekki barnaskólanna hæpinn, aðallega vegna þess
hve tala nemenda, sem reykja daglega eða meira en 30
sígarettur á mánuði, er lág, lægri en svo, að af þeim
verði dregnar almennar ályktanir. Veldur þá tilviljun
miklu um niðurstöðu, eins og bersýnilegt er á því, að
í hópi 13 ára nemenda, sem reykja daglega, eru 10 piltar
en 12 stúlkur.
40
Heilbrigt líf