Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 57
ruglast foreldrið í, hverjar fórnir eru færðar á altari
sektarkenndarinnar og henni einni til friðþægingar, og
hverjar fórnir eru færðar velferð barnsins. Og svo mikið
er víst, að það er oftar sektarkenndin, sem hneppir for-
eldrið í ósýnilega spennitreyju en barnið, sem er meira
að segja oftast hlunnfarið í viðskiptunum, án þess að
foreldrið geri sér grein fyrir því.
Ég ætlað að segja dæmi úr daglegu lífi, sem skýrir
vandann betur en málalengingar. Sagan er um banda-
rískan dreng, sem heitir Tim, og móðir bans. Þau hafa
gefið mér leyfi lil að segja liana, ef hún mætti koma
einhverjum að haldi. - Sagan á sér margar liliðstæður
hérlendis sein erlendis.
Móðir Tims var leikkona. Eftir margra ára baráttu við
fátælct og örbrigð virtist hún loks vera að öðlast viður-
kenningu i starfi sínu, og hún var heitbundin manni,
sem átti hug hennar allan. Framtíðin virtist blasa við.
Tim var enn ókominn i þennan lieim, er faðir hans sveik
móðurina í tryggðum og gekk að eiga aðra konu. Tim
var á engan hátt velkominn í þennan heim, og auk þess
var hann óvenjulega óvært og veiklað barn. Móðir lians
varð oft að vera frá atvinnu sinni þess vegna. Smám
saman fékk hún orð á sig fyrir að svíkjast um og hvert
tækifærið á fætur öðru i listaferlinum gekk henni úr
greipum. Móðurinni fannst Tim hafa kostað sig allt,
sem sér væri nokkurs virði í þessum heimi, og gat ekki
varizt því að finna til andúðar á lionum, þegar hann
var hvergi nærri. Ilins vegar rann henni smæð haris
og umkomuleysi lil rifja, þegar hún stóð augliti til
auglitis við hann. — Þá fannst móður Tims hún vera
vond kona og var kvalin af sektarkennd. Henni fannst
sér bera skylda til að láta einskis ófreistað til að Tim
mætti njóta sín í lífinu á þann liátt, sem henni hafði
sjálfri verið neitað um af forlögunum. Enginn hlutur
skyldi vera of góður fyrir Tim og enginn og ekkert í
tillverunni skvldi fá leyfi til að blaka við honum, allra
öo
Heilbrigt líf