Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 45
Gunnar Biering, læknir:
ÓKOSTER EINHÆFS MATARÆDIS
Staðgóð þekking á mataræði barna er mjög mikilvæg
öllum foreldrum. Því miður hættir okkur öllum til að
gleyma, að rétt samsetning og tilreiðsla fæðunnar er
undirstaðan undir heilbrigði líkamans.
Mataræði barna hér á landi er á margan hátt ábóta-
vant, þ. e. a. s. fæðið er oft of einhæft og á þetta fyrst og
fremst við um börn á 2. og 3. aldursári.
Einhæfnin er einkum fólgin í því, að lögð er of rík
áherzla á mjólk og mjólkurafurðir á kostnað annarra
fæðutegunda.
Því verður ekki neitað, að mjólkin er næringarríkari
flestum öðrum matartegundum. Á henni lifa ungbörn
nær eingöngu fyrstu 2—3 mánuðina, eða gætu það a. m. k.
Mjólkin inniheldur flest þau næringarefni, sem líkaminn
þarf á að halda og a. m. k. livað móðurmjólkina snertir
í hæfilegum hlutföllum. Hún inniheldur eggjahvítu
fitu og kolvetni í ríkum mæli. Einnig inniheldur hún
nauðsynlegustu stcinefni og fjörefni (vitamin) í hæfi-
legu magni, að járni undanskildu, en blóðleysi af völdum
járnskorts er einmitt ein algengasta afleiðing einhæfs
mjólkurmataræðis.
Mjólkurafurðir eru öðrum matartegundum auðugri af
kalki og er kúamjólkin um ])að !>il fjórum sinnum kalk-
ríkari en brjóstamjólk. Mjólkin er svo kalkrík, að ekki
þarf nema 400—700 gr. af mjólk á sólarhring til að full-
nægja kalkþörf líkamans fyrstu 10 ár ævinnar. Finnst
mér ástæða lil að benda foreldrum á þetta atriði sérstak-
lega. Líkaminn nýtir kalkið illa, nema nægilegt D-fjör-
efni sé fyrir hendi og er því nauðsynlegt að sjá bömum
fyrir næglegu magni af því. Lýsi er langbezti D-fjörefna-
gjafi sem við eigum völ á hér á landi.
Heilbrigt líf
43