Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 52
sem foreldrunum er falið til mnsjár um stundarsakir.
Á öld vélamenningarinnar getum við líkt barninu við
vélknúið farartæki, með öflugum mótor, sem það kann
ekki að stjórna. f fyrstunni verða foreldrarnir að taka
að sér að stjórna upp á eigið eindæmi. Ilægt og hægt
lærir barnið að taka við stjórninni sjálft. Framan af
sitja foreldrarnir því við lilið og grípa stýrið, ef forðast
þarf slys. Þegar augu barnsins fyrir hættunni opnast,
er tími til kominn, að foreldrarnir flytji sig í aftursætið,
en áskilji sér rétt til að grípa i öryggishemlana, ef brýn
nauðsyn krefur. Fyrr eða síðar verða foreldrarnir að gefa
upp þennan rétt og afhenda eigandanum sitt eigið öku-
skírteini og farartækið sjálft til frjálsra nota. Það er liægt
að misreikna sig á ýmsan tiátt á þessari leið. Sumir
foreldrar vilja sitja sem fastast við stýrið og ræna barn-
ið sitt þannig tækifærunum til að þroska eigin dóm-
greind og sjálfstæði. Aðrir afhenda barninu sínu öku-
skírteinið og fulla ábyrgð á farartækinu svo til strax.
Það er ekki að furða, þótt slíku barni takist illa að
tolla á akveginum eða jafnvel átta sig á því, að nokkur
akvegur sé til.
í hinum stóra heimi eru margar af hugmyndum nýrri
tíma sálarfræði teknar sem sjálfsagðir hlutir, og á það
við hérlendis að nokkru leyti. Margar þessar liugmyndir
komu þó mjög á óvart, er þær fyrst komu fram.
Sumar brutu þvert i bága við allt, sem trúað hafði ver-
ið öldum saman. Það er varlega liægt að hafa svo enda-
skipti á hugmyndum um þarfir og eðli mannverunnar,
án þess að það rugli margan manninn í ríminu. — Ýmis-
legt úr sálarfræðinni hefur síazt inn í almenning smátt
og smátt, sérlega atriði, sem snerta tilverurétt barnsins,
þarfir þess og skyldu foreldranna til að uppfylla þær.
Það er auðvelt að skilja slika sundurlausa fróðleiksmola
á þann veg, að barnið eigi ailan rétt og það sé skylda
góðra foreldra að þurrka út sinn eigin tilverurétt, svo
að barnið megi njóta sin. Slíkur fróðleikur er skiljanlega
50
Heilbrigt líf