Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 11
„mikla burgeisa“, sem áður hafði skipað heiðurssess við
hirðir Evrópu.
Hann vann á þessum árum að ýmsum nienningar- og
velferðarmálum - - m. a. gegn undirokun negra, ferð-
aðist víða, en settist loks að í Sviss 1887 í Heiden í Appen-
zell fjdki. Hann var nú orðinn gamall um aldur fram
og hjó við þröngan kost. Um þessar mundir gaf hann
að nýju út Un Souvenir de Solferino, en fluttist nokkru
síðar á elliheimili í Ileiden, var þar sem einsetumaður
í þröngum, fátæklegum klefa.
Hann liafði viðmót hins siðfágaða heimsmanns, röddin
var alúðleg, augnaráðið blítt og angurvært, skeggið livítt,
lierðar lotnar, og hinir fáu gestir komust við af því að
sjá liann.
Eitt sinn rakst inn til hans blaðamaður, sem hélt hann
löngu liðinn og vakti athygli umhcimsins á lionum á ný.
Tók nú heimsóknum til hans að fjölga. Páfi sendi hon-
um kveðju, og alþjóða læknaþingið í Moskvu 1897 sæmdi
hann verðlaunum, en stærstu viðurkenningu hlaut hann
ej’ honum voru veitt friðarverðlaun Nohels 1901, fyrst-
um manna.
Þótt hann nú loks fengi um síðir verðskuldaða viður-
kenningu, urðu síðustu æviárin fnll beiskju og vonhrigða.
Hann andaðist 30. októher 1910, — og' fylgdi enginn ein-
stæðingnum frá elliheimilinu í Heiden til grafar í litla
kirkjugarðinum, — manninum, sem öllum vildi hjálpa
— lionum, sem hermennirnir við Solferino höfðu kall-
að frelsara sinn.
Heilbrigt líf
9