Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 79
tryggingafræðings, sem athugað hafa stöðu sjóðsins,
lýsti stjórn R. Iv. í. því yfir, að hún hefði mikinn áliuga
á málinu, cn vildi athuga það nánar, áður en endanleg
ákvörðun yrði tekin.
Framkvæmdastjórar.
Stjórnin hafði liug á að auka starfsemi félagsins
meira en unnt er með vinnu sjálfboðaliða einvörð-
ungu og réði því framkvæmdastjóra um áramótin
1961—62. Var það Guðmundur Jónasson, B. A., mála-
kennari við Verzlunarskólann. Skyldi liann vinna
hluta úr degi og taka laun eftir nánara samkomulagi og
í samræmi við vinnu þá, er hann léli félaginu í té. Laun
hans skyldu þó aldrei fara fram úr þeim tekjum, sem
hann aflaði félaginu. Var Guðmundur afar áhugasam-
ur og hugmyndaríkur í starfi, en R. K. naut starfskrafta
hans því miður aðeins í nokkrar vikur. Gamall sjúk-
dómur, er hann hafði liaft, tók sig upp og leiddi hann
til dauða á miðju ári 1962. Var að honum mikill missir.
Síðar var ráðinn í framkvæmdastjórastarfið og upp
á sömu skilmála Ólafur H. Óskarsson, gagnfræðaskóla-
kennari. Vann hann að starfinu af áhuga um hríð, en
varð að segja því lausu í febrúarmánuði vegna anna við
kennslustörfin.
Síðan liefur ekki tekizt að finna hæfan mann í starfið,
sem er mjög margþætt, og ber þó brýna nauðsyn til þess,
því að starfsemi R. Iv. í. má auka og verður að auka mik-
ið l'rá því, sem nú er.
Heiðursfélagi.
Sem vott þakklætis og viðurkenninar fyrir langt starf
og mikið í þágu R. K. í. og aðra velvild sýnda félaginu
kaus stjórn þess fráfarandi formann, Þorstein Schev-
ing Thorsteinsson, heiðursfélaga Rauða kross íslands
og afhenti honum vandað heiðursskjal af því lilefni.
Heilbrigt líf
77