Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 63
ast er að greina byrjandi krabbamein í, og því góðar
horfur um fullan bata, ef árvekni er við höfð. Nauð-
synlegt er, að konur læri að rannsaka brjóst sín, og leili
strax læknis, ef þær verða varar við linúta eða önnur
afbrigði i þeim. Það er aðeins á færi lækna að úrskurða,
iivort æxli i brjósti er góðkynja eða illlkynja. í flest-
um tilfellum er einföld rannsókn ekki látin nægja, lield-
ur er æxlið tekið hurt eða hluti af því, og siðan gerð
smásjárrannsókn, sem úrkurðar hvaða tegund er um að
ræða.
Það skal sérstaldega lekið fram, að um margar teg-
undir æxla i brjóstum er að ræða. og er meiri hluti þeirra
góðkynja, þvi er ekki ástæða lil ótta, þótt smáhnútar
finnist, iiins vegar skal strax fá úr því skorið, hvað um er
að vera. Mun láta nærri, að einungis einn hnútur af hverj-
um fjórum, sem finnast í brjóstum kvenna, sé með i 11-
kynja breytingum.
Athuganir, sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum,
sýna, að konur þær, sem komu til lækninga vegna krabba-
meins í brjósti, höfðu sjálfar fundið æxlið í 98 tilfell-
um af hundraði, og siðan leitað læknis, sem greindi teg-
und æxlisins. Sýna tölur þessar greinilega, hve mikilvægt
það er, að almenn fræðsla sé aukin i þessu eí'ni, og kon-
urnar sjálfar læri að rannsaka brjóst sín á réttan hátt.
Víða um land hefur á undanförnum árum verið skipu-
lögð fræðslustarfsemi meðal kvenna í þeim tilgangi að
kenna þeim að rannsaka brjóst sín með það fyrir aug-
um, að þær uppgötvi sem fyrst smáhnúta eða önnur af-
brigðileg einkenni, sem fyrir kunna að koma. Hafa bæði
fyrirlestrar verið fluttir af læknum, kvikmyndir gerðar
til leiðbeiningar, og áhugi vakinn á ýmsan annan hátt.
Hefur þessi starfsemi gefið mjög góða raun, og eftir
hverja slíka fræðslu fundizt nokkur tilfelli af krabba-
meini á frumstigi, sem væntanlega hefðu ekki komið
svo snemma lil meðferðar, ef ekkert hefði verið að gert.
I flestum tilfellum mun liægt að finna hnút í brjósti,
Heilbrigt líf
()1