Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 77
Páll SigurÖsson, tryggingaryfirlæknir (yngri), tók góð-
fúslega að sér að skipuleggja og stjórna námskeiðum
þessum og hefur jafnframt verið aðalkennari við þau.
Kann stjórn R. K. í. honum bezlu þakkir fyrir þá mikil-
vægu aðstoð. Yfirlækninum til aðstoðar liafa verið Jón
Oddgeir Jónsson, fulltrúi, sem í mörg ár hefur verið
aðalkennari Rauða krossins i hjálp í viðlögum, og lækn-
arnir Tryggvi Þorsteinsson og Jón G. Hallgrímsson.
Haldin hafa verið fjögur þjálfaranámskeið. Þátltak-
endur í tveim þeim fyrstu voru 18 í hvoru, alls 10 utan
af landi, en 26 úr Reykjavík. 31 stóðust prófin og fengu
sín prófskírteini. Seinni tvö námskeiðin voru fyrir
slökkvilið Reykjavíkur, en það annast eins og kunn-
ugt er alla sjúkraflutninga í horginni og nágrenni. Allir
slökkviliðsmennirnir og tveir úr varaliðinu, alls 35
menn, tóku þátt í námskeiðunum.
Kennslutæki.
I samræmi við samþykkt síðasta aðalfundar voru
keypt hjálpartæki, „brúður“, til kennslu i hjálp i við-
lögum. Hvatti stjórnin deildirnar til að afla sér þessara
kennslutækja og styrkli þær til þessa með því að greiða
hvert tæki niður með 1000 krónum. Keyptar voru
fjórar kennslubrúður af fullkomnustu gerð, var ein
seld til Vestmannaeyja, önnur til Akraness, hin þriðja
til Húsavíkur, en sú fjórða er í Reykjavik. Auk þess var
keypt tæki til kennslu blástursaðferðar, og er það í
Revkjavik.
„Sjúkrasystur“ (prcictical nurses).
Einn stjórnarmanna, frú Ragnheiður Guðmundsdótt-
ir, kynnti sér i Bandaríkjunum nám og störf „sjúkra-
systra“, skyldur þeirra og réttindi og skrifaði um þelta
grein í eitt daghlaðanna. Er hér um að ræða stúlkur, er
fá aðeius hluta af menntun hjúkrunarkvenna, en þær
geta létl hinum síðarnefndu störfin að verulegu leyli
Heilbrigt Uf
75