Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 74
liðar að hjálpa afvegaleiddum unglingsstúlkum. —
Svona mætti telja upp endalaust.
I Genf í Sviss hittust finim mcnn á fundi, lil þess að
semja alþjóðlegan sáttmála um mannúðlegri meðferð
á særðum hermönnum. Einn hinna fimm, Henri Dun-
ant, hafði reynt að lina þjáningar hinna særðu eftir or-
ustuna hjá Solferino, fjórum árum fyrr. Hörmungar
hinna sárþjáðu manna röskuðu sálarró Dunants og lélu
hann engan frið fá. Hann varð að reyna að hjálpa þeim,
og þótt hann ætti fárra lil að leita, fékk hann hugboð,
sem olli aldahvörfum fyrir þjáð mannkyn. Hugmynd
hans var einföld: Kennið fólki, hvernig á að hjálpa hin-
um þjáðu, og gerið engan greinarmun á vinum og óvin-
um, þegar hjálpar er þörf. Fundurinn tókst með ágæt-
um, og Rauði krossinn varð til. Ári síðar var Genfar-
samþykktin gerð lil verndar særðum hermönnum og
hjálparsveitum þeirra. Aðrar samþykktir í auda hinn-
ar fyrstu hafa síðar verið gerðar: Um svipaða vernd
fyrir sjóheri (1907), um gæzlu herfanga (1929) og um
vernd almennra horgara í algerri styrjöld (194ÍI).
Á liðinni öld hefur merki krossins rauða á hvíta
grunninum stöðvað fallhyssudrunur í miklum fjölda
bardaga — til þcss að líkna mætti mönnum, sem ekki
voru virkir stríðsmenn.
Henri Dunant vildi hvarvetna vekja með mönnum
ábyrðartilfinningu um velferð allra meðbræðra. Hann
ællaðisl til þess að Rauði krossinn léti sér annt um
„náungaun“, hvenær sem hann væri hjálpar þurfi, án
þess að skeyta um þjóðerni, litarhátt, trúar- eða stjórn-
málaskoðanir eða nokkuð annað. Honum var ])að ljóst,
að menn myndi hvorki aðhvllast nokkura eina trú eða
sameiginlegan fána. Ilann hafði þá eina sannfæringu
að öllum góðviljuðum mönnum væri ein hugsjón sam-
eiginleg: „mannúðarhugsjónin“.
í dag nær starfssvið Rauða krossins um heim allan,
og áhrifa hans gætir alls staðar, en það sannar hezt gildi
72 Heilbrigt líf