Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 12
Jón Auðuns dómprófastur:
Hundrað ár í þjónustu mannúðarinnar
RAUÐI KROSSINN
1863 - 1963
Um beim allan er aldarafmælis Rauða Krossins minnzt
á þessu ári. Vagga hans stóð i Genf í Sviss og þar verður
meginhátíðin haldin 1. sej)l., en auk þess fara fram há-
tíðahöld þann dag og næstu daga viða um heim, því að
nú er R.K. starfandi i 91 landi og telur um 170 milljónir
l'élaga.
Að svo glæsilegum veruleika hefir sú hugsjón orðið,
sem fæddist i sálu Svisslendingsins Henri Dunants, er
hann stóð andspænis hryllilegum þjáningum hinna særðu
eftir orustuna við Solferino árið 1859, þar lágu þúsundir
í valnum en ekkert skipulagt starf til líknar.
Þannig var Rauði Krossinn upphaflega stofnaður til að
skipuleggja líknarstarf á vigvöllum og á styrjaldartím-
um, en starf hans hefir síðar orðið miklu víðtækara, eins
og hér mun síðar verða sagt frá.
Vér höldum aldarminningu, en hugsjón R.K. er míklu
meira en aldargömul. Ekkert heimspekikerfi er svo
gamalt, að ekki örli á henni þar. Engin trúarbrögð svo
frumstæð, að ekki megi finna vísi að henni þar. Og
ólijúpuð birtist hún í æðstu trúarbrögðum mannkyns,
Mahayanabúddhadómi, Taoisma og trúspeki Hindúa, en
hvergi eins og í kenningu Krists um kærleiksjgind og
bræðralag. Enda var stofnandi R.K., Hem-i Dunant, trú-
maður mikill á kristna vísu til æviloka.
í íslenzkum fornhókinenntum kemur R.K.-hugsjónin
fegurst fram í Víga-Glúms Sögu, en þar segir:
10
Heilbrigt líf