Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 56
sig og börn sín. Því kemst sennilega engin mannvera
hjá því að finnast einhvern tíma raunveruleikinn hafa
hlunnfarið sig grátt á einn eða annan hátt. — Fæstir,
sem komnir eru til vits og ára, hafa ekki einhvern tírna
staðið vanmáttka af gremju og vonbrigðum gagnvart
grimmum forlögum. Tilkoma eða tilvera barns getur
á einhvern hátt verið nátengd endurminningunum um
tilcfnið til slíkrar andlegrar þjáningar. Með tilveru sinni
einni getur barnið jafnt og þétt ýft upp gömul sár og
vakið þannig á sér andúð að ósekju. Foreldri, sem finn-
ur slíka andúð á ungu barni sínu veit, að barnið er sak-
laust og fyllist því sektarkennd, en gerir sér sjaldan grein
fyrir, að óréttmæt andúð á barninu er venjulega af-
kvæmi fvllilega réttmætrar andúðar og reiði gegn for-
lögunum.
Hver svo sem ástæðan til sektarkenndarinnar lcann
að vera, er afleiðingin oftast nær hin sama. For-
eldrið gerir of miklar kröfur til sjálfs sín og' of litlar
kröfur til barnsins. Það mætti jafnvel segja, að með ýkt-
um lcröfum til sjálfs sín, geri foreldrið þær kröfur til
barnsins, að það leggi sig ekki frarn á þann hátt, sem
því er eðlilegt. Foreldrið finnur andúðina á barninu, sem
])að getur ek k i réttlætt með neinum skynsamlegum rök-
um. Óvissan um uppruna og eðli sinna eigin tilfinninga
g'erir foreldrið óöruggt gagnvart barninu. Foreldrið finn-
ur sig ósanngjarnt gagnvart barninu og óttast að gera
því rangt til án eigin vitundar og vilja. Til að bæta fyrir
og forðast slíkt óréttlæti, dæmir foreldrið sig oftar en
ekki til að færa fleiri og stærri fórnir en nokkrum manni
er eðlilegt og nokkru barni er hollt.
Það er á þessu stigi málsins, sem dómgreindin rugl-
ast oftast.
Ekki væri svo illa farið, ef foreldrið gerði sér fulla
grein fyrir, hvers barnið þarfnaðist og legði sig í líma
við að fullnægja þeim þörfum. Það verður því miður
sjaldnast, ef sektarkenndin er annars vegar. Venjulega
54
Heilbrigt líf