Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 17
Gagngerð breyling varð, þegar fyrri heimsstyrjöldin
l)rauzt úr árið 1914. Andspænis ómælanlegum hörmung-
um þeirrar löngu, hlóðugu styrjaldar vaknaði almenning-
ur í hernaðarlöndunum og raunar víðar til skilnings á
hugsjón R.K. og öflugu R.K.-starfi, ekki aðeins í styrjald-
arlöndunum sjálfum, heldur einnig hlutlausum ríkjum,
sem horfðu álengdar á hildarleikinn og' fengu daglega
fréttir af hörmungunum.
Þessi styrjöld hafði þau þýðingarmiklu áhrif á R.K.,
að hann hvarf frá því upphaflega markmiði sínu, að reka
hjúkrunar- og líknarstarf i styrjöldum aðeins. Nú stóð
hann andspænis nýjum og áður óþekktum vandamálum,
sem varð að leysa eins og auðið yrði. Áður höfðu liörm-
ungar hinna særðu verið meginviðfangsefni R.K., en nú
komu önnur vandamál, risavaxin vandamál til: Geysi-
legur fjöldi stríðsfanga, óbreyttir horgarar í fangabúð-
um, urmull flóttamanna og særðir, hungraðir og deyjandi
óbreyttir horgarar af völdum árásanna.
Ný tegund hernaðar var kominn til. Allur þessi geysi-
fjöldi varð ekki síður hart úti en hermennirnir sjálfir á
vígvöllunum. Hugsjón R.K. er, að handamaður og óvinur
eigi kröfu á sömu líknarlund. ()g hvernig var þá hægt að
gera greinarmun á þjáðum mönnum vegna þess eins, að
annar har hermannshúning en hinn klæði hins óbreytta
borgara?
Að vissu marki liafði R.K. staðið andspænis þessum
vandamálum í prússnesk-franska stríðinu 1870—71. Auk
stöðugra óska um hjálp til að lina þjáningar á vígvöllun-
um tóku að streyma lil hans persónulegar óskir um upp-
lýsingar um þá, sem var „saknað“. Sífellt óx fjöldi þeirra
fjölskyldna, sem ekkert vissu um fjarlæga ástvini vegna
liernaðaraðgerða og þeirrar ringulreiðar, sem komin var
á samgöngukerfi landanna. Sivaxandi fjöldi flúði átthaga
sína, er þeir komust á vald óvinarins, og stríðsföngunum
fjölgaði dag frá degi. Upplýsingaskrifstofa var sett á fót
Heilbrigt líf
15