Heilbrigt líf - 01.12.1963, Blaðsíða 51
Halldór Hansen, yngri, læknir:
SKIN OG SKÚRIR t SAMBUD
FORELDRA OG DARNA.
A undanfarinni hálfri öld eða svo, liafa margvíslegar
rannsóknir verið gerðar á sálarlífi barna. Margt hefur
lærzl á þeim tíma, og þó á sennilega enn fleira eftir að
koma í Ijós.
Við vitum nú, að óþvingað og ástúðlegt samband við
foreldrana er bverju barni nauðsynlegra en nokkuð ann-
að. Við vitum, að sérhvert barn leggur sig fram af sjálfs-
dáðum við að laka smám saman við ábyrgðinni á eigin
tilveru og fullorðnast, nema utan að komandi ástæður
liindri þá viðleitni. Við vitum, að börn eru í eðli sínu
námfús, svo lengi sem verkefnin eru miðuð við hæfni
þeirra og þroska og kennslan er í höndum skilningsríkra
kennara eða foreldris. Við vitum, að börnum er eðlilegt
að reiðast og verða afbrýðisöm við foreldra sína, systkini
eða aðra, við og við. Við vitum, að börn hafa tiltölu-
lega ung áhuga fyrir viðhaldi lífsins. Við vitum, að misk-
unnarlaus bæling á árásarkennd og kynhvöt leiðir lil
taugaveiklunar. Við vitum, að hverjum manni er nauð-
synlegt að vera sér meðvitandi um slikar tilfinningar og
læra að stjórna þeim. Við vitum, að hæling og afneit-
un á slíkum tilfinningum útrýmir þeim ekki, heldur
þrýstir þeim niður í dulvitundina, þar sem þær grafa
um sig. Við vitum, að dulvitaðar tilfinningar eru engu
síður máttugar en þær meðvituðu og eru mun hættulegri,
þar eð þær standa utan við yfirráðasvæði viljans og skyn-
seminnar. — Við vitum, að liverl barn er einstaklingur,
Heilbrigt líf
49