Árbók íþróttamanna - 01.12.1954, Side 19
greiðslur, er Hannes Siguvðsson knattspyniudóinari liefði fengið fyrir
að dæma í tilteknum knattspyrnumótum, samræmdust áhugamanna-
reglum ISI.
Eftir öflun gagna og athugun kvað framkvæmdastjórnin upp þann
úrskurð 8. júní 1954, að þar sem Hannes Sigurðsson hefði tekið þókn-
un umfram fæðis- og ferðakostnað fyrir að dærna knattspyrnuleiki á
Suðurnesjum, hefði hann og stjórn íþróttabandalags Suðurnesja, sem
innt hefði þá greiðslu af hendi, brotið gegn áhugamannareglum ÍSÍ,
og voru þessir aðilar áminntir af þessu efni.
7. Framkvæmdastjórn samþykkti á fundi sínum 14. júní 1954 að
veita Skúla Thorarensen, Kirkjuteigi 27, Reykjavík, undanþágu til
[ress að kepjra með íþróttafélagi Reykjavíkur í frjálsum íþróttum,
enda sé hann alfluttur til Reykjavíkur. Jafnframt var honum bent á,
að hið nýja félag lians (ÍR) liafi ckki rétt til að reikna sér afrek hans
til stiga á árinu 1954.
íþróttabandalag Suðurnesja óskaði þess, að framkvæmdastjórn ÍSÍ
endurskoðaði afstöðu sína varðandi Jressa undanþágu.
Svo og bar íþróttabandalag Suðurnesja þá ásökun á Skúla Thorar-
ensen og stjórn ÍR, að Skúli hefði keppt fyrir IR á Akureyri 6. júní
1954 án þess að hafa fengið til þess leyfi framkvæmdastjórnar ÍSÍ, svo
og að Skúli Thorarensen og Jakob Hafstein, form. ÍR, hefðu brotið
tiltekin ákvæði dóms- og refsiákvæða ÍSÍ.
Framkvæmdastjórnin kvað síðan upp þann úrskurð 12. ágúst 1954:
Að hún breytti eigi ákvörðun sinni um að leyfa Skúla Thorarensen
að keppa fyrir ÍR árið 1954, en vítti Skúla Thorarensen, Jakob Haf-
stein, form. ÍR, og Örn Eiðsson, form. frjálsíþróttadeildar ÍR, fyrir að
Skúli keppti í frjálsum íþróttum fyrir ÍR á Akureyri í júní 1954, án
sérstaks leyfis framkvæmdastjórnarinnar.
Kæru íþróttabandalags Suðurnesja á hendur Skúla Thorarensen og
Jakob Hafstein fyrir brot á dóms- og refsiákvæðum ÍSÍ var vísað frá.
Síðar kröfðust Jakob Hafstein og Örn Eiðsson, að framkvæmda-
stjórnin afturkallaði vítur sínar, en að athuguðu máli taldi fram-
kvæmdastjórnin það eigi hægt.
Þá vildi íþróttabandalag Suðurnesja eigi una þessum málalokum
og óskaði þess, að framkvæmdastjórnin endurskoðaði afstöðu sína.
Frá þessuin máltim skýrði framkvæmdastjórnin á fundi sambands-
ráðs ÍSÍ 6. nóv. 1954, og þar sem engin samþykkt var þar gerð í mál-
ÁRBÓK ÍÞRÓTTAMANNA
17
2