Úrval - 01.09.1942, Side 5
ANDSPÆNIS DAUÐANUM
3
við vorum sendir í, urðu gagns-
lausari og áhættusamari með
hverjum degi, sem leið. En stríð
er stríð. Hershöfðingjar okkar
gátu aðeins varizt flóðinu, sem
var að færa allt í kaf, með þeim
vopnum, er þeir höfðu. Þeir
urðu að kasta trompunum á
borðið. Dutertre og ég vorum
trompin.
Majórinn var að lýsa fyrir
okkur, hvernig förinni skyldi
hagað. Við áttum að fara í
myndatökuleiðangur í 30.000
feta hæð, og því næst í njósnar-
ferð í 2000 feta hæð yfir þýzk-
um skriðdrekastöðvum, nálægt
Arras.
„Einni áhöfninni enn kastað
á glæ,“ sagði ég við sjálfan mig,
þegar við fórum að búa okkur.
En ég var ekki að hugsa um,
hvort ég kæmi til baka. Dauð-
inn var í mínum augum hvorki
tígulegur, mikilfenglegur, hetju-
legur né bitur — mér virtist
hann miklu fremur merki upp-
lausnar, afleiðing af upplausn
og skipulagsleysi. Við munum
hverfa flugsveitinni okkar á lík-
an hátt og menn týna farangri
sínum í uppnámi því, er verður,
þegar skipt er um járnbrautar-
lest.
Við Dutertre vorum að leggja
af stað, til þess að ljúka skyldu-
starfi á heiðarlegan hátt — en
það hafði enga þýðingu lengur.
Mér var innan brjósts eins og
trúuðum, kristnum manni, sem
finnur náðardyrnar lokaðar.
Við vorum lagðir af stað og
flugum í 33.000 feta hæð.
„Kapteinn, sex þýzkar orustu-
flugvélar á bakborða, 1500 fet
fyrir neðan okkur.“
Orðin drundu í eyrum mér
eins og þrumur. Tií allrar ham-
ingju flugum við beint á móti
sól, og óvinirnir gátu ekki kom-
izt í sömu hæð og við fyrr en
eftir nokkra stund. Ef til vill
gátum við komizt undan, en líka
gat dregið til bardaga, og ég
bjó mig undir það.
Það var ekki eðlilegt, að ég
rynni út í svita í 60 stiga frosti.
Mér var ljóst, hvað var að ske.
f hinni miklu hæð hafði ég of-
reynt mig við að stýra. Ég var
að falla í ómegin.
Ég þrýsti á gúmmíhnappinn.
Loftgustur hressti mig við —
súrefnisgeymarnir voru í lagi!
f eina eða tvær mínútur hafði
mér fundizt ég vera að gefast
upp, að við værum að því komn-
ir að hrapa; og þó haf ði ég ekki
fundið til þeirrar skelfilegu