Úrval - 01.09.1942, Síða 6
4
ÚRVAL
angistar, sem sagt er að geti
gert fólk gráhært í einu vet-
fangi. Mér varð hugsað til
Sagon, flugmannsins, sem var
skotinn niður bak við víglínu .
okkar fyrir réttum tveim mán-
uðum.
Ég sé hann fyrir mér eins og
hann var, er hann lá í rúminu
á sjúkrahúsinu. Hann hafði
siæm brunasár á andliti og
höndum og var fótbrotinn um
hné, en hann hafði ekki fundið
til neinnar skelfingar. Hann
skýrði okkur frá, hvað fyrir
hafði komið, rólega og hálf
þreytulega, eins og hann væri
að gefa skýrslu um unnið
skylduverk.
Það hafði verið kviknað í
flugvélinni fyrir nokkru, er
hann stökk út. Orustuflugvélar
óvinanna voru enn á hælum
hans og kúlum rigndi. Þegar
Sagon klifraði upp úr sæti sínu
og skreiddist út á vænginn, var
hvorki ósk eða þrá í huga hans.
Hann var tilfinningalaus. Það
var eins og hann svifi í óend-
anlegri ró. Og nú varð ég sjálf-
ur var hinna einkennilegu
áhrifa, sem stundum koma í ljós
í návist dauðans — óvænt kennd
hvíldar og næðis, alveg gagn-L
stætt hinni venjulegu lýsingu á
slíkri stundu.
Það eina, sem Sagon mundi
vel eftir úr slysinu, frá upphafi
til enda, var að hann beið. Hann
beið eftir að eldurinn magnað-
ist. Því næst beið hann á vængn-
um, hann vissi ekki í hvaða til-
gangi. Og að lokum, er hann
hafði hent sér út og var að
hrapa, beið hann enn, óþolin-
móður og ruglaður.
Svið meðvitundarinnar er lít-
ið. Hún glímir aðeins við eitt
vandamál 1 einu. Ef maður lend-
ir í áflogum og einbeitir hugan-
um að þeim, verður hann ekki
var við högg andstæðingsins.
Eitt sinn, er ég hugði að ég væri
að því kominn að drukkna í sjó-
flugvélarslysi, fannst mér ís-
kaldur sjórinn glóðvolgur. Það
væri ef til vill réttara að segja,
að meðvitund mín hafi verið
yfirfull af öðrum hugsunum.
Meðan ég var að hugsa um
Sagon, höfðu þýzku vélarnar
horfið. Við lækkuðum flugið,
svo að hægt væri að greina,
hvað gerðist á jörðu niðri, og
flugum því næst í sífelldum
krókum yfir röð virkja og
.byssustæða. Hinar lýsandi
.ibprengikúlur mynduðu gulhvít-