Úrval - 01.09.1942, Side 8

Úrval - 01.09.1942, Side 8
6 TJRVAL raun um — eins og allir aðrir — hve lítils virði hann er. Ég hefði getað lært þetta, er ég var aðeins 15 ára gamall. Yngri bróðir minn lá þá bana- leguna. Einn morgun um f jögur- leytið vakti hjúkrunarkonan mig og sagði, að hann vildi tala við mig. „Hefir hann kvalir?" spurði ég. Hjúkrunarkonan svaraði mér engu, og ég flýtti mér að klæð- ast. Þegar ég kom inn í her- bergið, sagði hann blátt áfram: „Mig langaði til að hitta þig, áður en ég dey. Ég dey bráð- um.“ Hann stirðnaði snögglega all- ur, kveinkaði sér og þagnaði. Meðan hann hafði þrautirnar bandaði hann hendinni, eins og hann vildi andmæla. Ég skildi það ekki. Ég hélt, að hann væri að vísa dauðanum á bug. Þegar bráði af honum, sagði hann: „Vertu ekki áhyggjufullur, það er allt í lagi með mig. Ég get ekki gert að þessu, það er líkaminn.“ Líkami hans var þeg- ar orðinn eins og framandi land, eitthvað annað en hann sjálfur. Þessi yngri bróðir minn, sem átti að deyja innan hálfrar stundar, hafði viljað finna mig vegna þess, að hann fann hjá sér knýjandi þörf til að fela mér hluta af sjálfum sér. „Ég þarf að gera arfleiðsluskrá," sagðí hann, og hann roðnaði af stolti og varð vandræðalegur yfir því að tala eins og fullorðinn mað- ur. Því að hann var aðeins barn, og það sem hann fól mér til gæzlu, var lítil gufuvél, reiðhjól og riffill. Maðurinn deyr ekki. Er hann verður á vegi dauðans, mætir honum enginn dauði. Þegar líkaminn hverfur í fang hans, kemur hinn raunverulegi maður í Ijós. Maðurinn er eins og möskvi í neti. Tengslin ein hafa þýðingu. Ég hefi aldrei þekkt nokkurn mann, sem hefir hugs- að um sjálfan sig á dauðastund- inni — aldrei. I hvert sinn, sem ég stýrði flugvélinni snöggt til hliðar, til þess að forðast sprengikúlur, skalf hún öll og nötraði af þrýst- ingnum. Myndum við hafa það af ? Hvernig væri það mögulegt? Hvernig gat það átt sér stað, að við værum ennþá heilir á húfi? Traust mitt á okkur jókst. „Við erum þá ekki feigir,“ sagði ég við sjálfan mig. Upp frá þessu virtust mér
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.