Úrval - 01.09.1942, Side 8
6
TJRVAL
raun um — eins og allir aðrir
— hve lítils virði hann er.
Ég hefði getað lært þetta, er
ég var aðeins 15 ára gamall.
Yngri bróðir minn lá þá bana-
leguna. Einn morgun um f jögur-
leytið vakti hjúkrunarkonan
mig og sagði, að hann vildi tala
við mig.
„Hefir hann kvalir?" spurði
ég.
Hjúkrunarkonan svaraði mér
engu, og ég flýtti mér að klæð-
ast. Þegar ég kom inn í her-
bergið, sagði hann blátt áfram:
„Mig langaði til að hitta þig,
áður en ég dey. Ég dey bráð-
um.“
Hann stirðnaði snögglega all-
ur, kveinkaði sér og þagnaði.
Meðan hann hafði þrautirnar
bandaði hann hendinni, eins og
hann vildi andmæla. Ég skildi
það ekki. Ég hélt, að hann væri
að vísa dauðanum á bug. Þegar
bráði af honum, sagði hann:
„Vertu ekki áhyggjufullur,
það er allt í lagi með mig. Ég
get ekki gert að þessu, það er
líkaminn.“ Líkami hans var þeg-
ar orðinn eins og framandi land,
eitthvað annað en hann sjálfur.
Þessi yngri bróðir minn, sem
átti að deyja innan hálfrar
stundar, hafði viljað finna mig
vegna þess, að hann fann hjá
sér knýjandi þörf til að fela mér
hluta af sjálfum sér. „Ég þarf
að gera arfleiðsluskrá," sagðí
hann, og hann roðnaði af stolti
og varð vandræðalegur yfir því
að tala eins og fullorðinn mað-
ur. Því að hann var aðeins barn,
og það sem hann fól mér til
gæzlu, var lítil gufuvél, reiðhjól
og riffill.
Maðurinn deyr ekki. Er hann
verður á vegi dauðans, mætir
honum enginn dauði. Þegar
líkaminn hverfur í fang hans,
kemur hinn raunverulegi maður
í Ijós. Maðurinn er eins og
möskvi í neti. Tengslin ein hafa
þýðingu. Ég hefi aldrei þekkt
nokkurn mann, sem hefir hugs-
að um sjálfan sig á dauðastund-
inni — aldrei.
I hvert sinn, sem ég stýrði
flugvélinni snöggt til hliðar, til
þess að forðast sprengikúlur,
skalf hún öll og nötraði af þrýst-
ingnum. Myndum við hafa það
af ? Hvernig væri það mögulegt?
Hvernig gat það átt sér stað, að
við værum ennþá heilir á húfi?
Traust mitt á okkur jókst. „Við
erum þá ekki feigir,“ sagði ég
við sjálfan mig.
Upp frá þessu virtust mér