Úrval - 01.09.1942, Page 12
10
TlJRVAL
byggðir, og virðast njóta lítils
álits. Lífsmarkmið þeirra er að
lifa aðeins eina brúðkaupsnótt
og deyja síðan. Kvenþjóðin lifir
þrjú til fjögur ár, en karlmenn-
irnir lifa aðeins til að fullnægja
þessu eina hlutverki sínu.
Purðulegast af öllu í sam-
bandi við þetta samfélag er þó
það, að niðurbæling kynhvatar-
innar er ekki meðfæddur eigin-
leiki, heldur gerð af frjálsum
vilja. Menn hafa uppgötvað, að
maurarnir geta með sérstökum
næringaraðferðum bælt niður
eða þróað hjá sér kynhvötina,
eftir vild. Samfélagið hefir
ákveðið, að kynhvötin eigi ekki
að fá að þroskast nema í þeim
eina nauðsynlega tilgangi að
viðhalda stofninum. Hér höfum
vér dæmi um það, að voldugasta
ástríðan, sem náttúran býr yfir,
er bæld níður af fúsum vilja til
farsældar fyrir samfélagið í
heild.
En þetta er aðeins eitt dæmi
af ótal mörgum um sjálfs-
aga mauranna. — í fáum
orðum sagt hefir þessi dýra-
flokkur losað sig við allt, sem
við köllum eigingjarnar hvatir.
Jafnvel hungur og þorsti krefj-
ast ekki eigingjarnrar fullnæg-
ingar. Allt líf þegnanna er helg-
að sameiginlegri velferð fjöld-
ans og umhyggju fyrir ungvið-
inu. Líf þeirra er uppfylling
hinnar sönnu trúar. Menn segja
stundum, að þetta sé að fórna
einstaklingnum fyrir heildina;
en slíkt er einmitt æðsta form
fullkominnar ósérplægni.
Hinn gamla, hebreska vitr-
ing hefir naumast grunað, þeg-
ar hann sagði fyrir þúsundum
ára: „Líttu til mauranna, letingi,
rannsakaðu vegi þeirra," að vís-
indi tuttugustu aldarinnar ættu
eftir að sanna ótvírætt gildí
þessarra áminningarorða hans,.
c\d$cso
Ást og1 skókreppa.
Plutarch segir frá Forn-Rómverja, sem skildi við konuna sína.
Vinir hans áfelldust hann þunglega fyrir þetta.
„Var hún ekki falleg?" sögðu þeir. „Og var hún ekki skírlíf ?“
Rómverjinn tók af sér skóinn, sýndi þeim hann og spurði þá,
hvort hann væri ekki fallegur og vel gerður. „Og þó,“ sagðí
hann, „getur enginn ykkar sagt, hvar hann kreppir að mér.“