Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 13
Grein þessi ijallar um einn þáttinn í nýskipun Hitiers
— og kannske ekki þann þýðingarminnsta.
Kynferðismálin í þýzkri (Djónustu.
Grein úr „The American Mercury“
eftir George W. Herald.
I.
LLT frá öndverðu hafa sig-
urherir hinna ýmsu þjóða
litið á konur undirokuðu þjóð-
anna sem lögmæt sigurlaun sín.
En í þeim hluta Evrópu, sem
lýtur áhrifavaldi Hitlers í dag,
hefir þessi hefð, hið fyrsta sinni
í veraldarsögunni, verið skipu-
lögð og vísvitandi taeitt í land-
vinningaskyni. Athæfi þetta er
hjúpað falsvísindalegum kenni-
setningum og því lýst sem
krossferð, er leiði til mannbóta.
Meðal þýzku hersveitanna,
sem dvelja í hinum hernumdu
iöndum, hefir ekki aðeins verið
dregið úr siðferðislegum og trú-
arlegum hugmyndum hermann-
anna, heldur hefir allt slíkt ver-
ið bannfært. Ógegnd spillingar-
innar á þessu sviði er íklædd
fáránlegu málskrúði um „heiðið
frelsi“ o. s. frv. — Dr. Hans
Endres, forvígismaður hinnar
þýzku heiðnihreyfingar, lét svo
ummælt í skrifum sínum um
kristilegt siðferði, að framtíð
Þýzkalands sé undir því komin,
„hvort vér megnum í tæka tíð
að rjúfa fjötra þessarra kenni-
setninga, sem eru svo skaðlegar
kynstofni vorum“. Víðs vegar
um Evrópu er nú á þessarri
stundu verið að rjúfa þessa
„fjötra“, með því að gefa hin-
um lágu hvötum lausan taum-
inn. Og það eru engar fálmandi
tilviljanir, sem þessu stjórna,
heldur er það gert að yfirlögðu
ráði með víðtækum ráðstöfun-
um frá hendi stofnunar að nafni
„Rassenpohtisches Amt“ —
„Stjórnardeild kynþáttamál-
efna“, — sem rekin er af naz-
istaflokknum þýzka.
Forstöðumaður þessarrar
stofnunar, próf. dr. Walther
Gross, lýsti yfir áformum naz-
ista með kynferðismálabarátt-
unni í grein, er hann ritaði í
október s.l. í ,,Rasse“, „tímarit
hins norræna anda“, sem svo er
kallað, en það er málgagn stofn-