Úrval - 01.09.1942, Síða 21
KYNFERÐISMÁLIN 1 ÞÝZKRI ÞJÓNUSTU
19
sem heitir „Kynferðislif í nor-
rænum heimi,“ eftir clr. Albert
Bupré. Grein þessi birtist í
þýzku læknisfræðiriti:
Það er aðeins ein leið til að
endurbæta kyn vort og- útbreiða
hinn norræna anda með íbúum
Evrópu, sem sé strangt eftirlit
með barnsfæðingum .... Rann-
saka þarf hverja einustu konu og
fá þannig úr því skorið, hvort hún
er hæf til að geta af sér börn.
Þeim, sem það reynast, á að koma
fyrir á sérstökum kvennaheimil-
um undir stjórn hjúkrunarkonu.
Því næst ber að kynna fyrir þess-
um konum valinn flokk álitlegra
manna og stofna á þann veg til
giftinga um takmarkaðan tíma —
eða þar til konan er þunguð. Sér-
hver meðalkona á að vera fær um
að geta af sér sex börn á þenna
hátt, sem öll yrðu hreinir Aríar,
hvað snertir heilbrigði og aðra
arfgenga eiginleika.
Þessi framburður er í fullu
samræmi við stefnu „Rassen-
politisches Amt“, sem, fyrir at-
beina núverandi kynferðisógna,
lætur sig dreyma um upprisu
„nýs kynstofns, er verði sterk-
byggður, göfugur, stilltur,
framtakssamur og ljóshærður“.
Nietzsche spyr í heimspekiriti
sínu, „Zarathustra": „Hvar er
sá sterki kynstofn, sem fær
megnað að rífa sig undan oki
mannlegrar dyggðar? . . . Hinar
Ijósbirknu skepnur, hin stór-
brotnu rándýr, óháð hinu góða
og illa ? .. . Hvar eru villimenn
tuttugustu aldarinnar?“
Það hefir ekki verið dauf-
heyrzt við ákalli hans. Fjölda-
framleiðsla þeirra er þegar
hafin.
Þannig er nafnið til orðið.
Fyrstu skriðdrekarnir, sem búnir voru til, voru smíðaðir í
Englandi með mikilli lejmd. Það var í fyrri heimsstyrjöld. Jafn-
vel verkamennirnir, sem unnu að þeim, vissu ekki, til hvers átti
að nota þá. Þeim var sagt, að nota ætti þá til vatnsflutninga í
eyðimörkinni í Egyptalandi, og í öllum skýrslum um þá voru þeir
kallaðir ,,vatnsberar“ (water carriers). Verkamennirnir gáfu
þeim nafnið ,,tanks“ (skriðdrekar) sin á milli og nafnið festist
við þá, svo að á flestum málum hafa þeir siðan gengið undir
nafninu „tanks“.
3*