Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 22
Opin Ieið liggnr framundan til glæsilegs
sigurs Iæknavísindanna á dauðanum.
Markmiðið er: Engin dauðsföll af
völdum botnlangabólgu.
Grein úr ,,Reader’s Digest“.
Eftir Paul de Kruif.
r
\ hverri mínútu, álla daga
ársins, fer fram botnlanga-
uppskurður í Ameríku. Á einu
ári nema þeir nál. 520,000, og ár-
lega deyja 25,000 manns úr
botnlangabólgu. Enda þótt ötul-
lega hafi verið unnið að því að
hvetja fólk, sem þjáist af verkj-
um í kviðarholi, til þess að leita
læknis í stað þess að taka inn
laxerolíu, hafa dauðsföll af völd-
um botnlangabólgu, svo að segja
ekkert lækkað frá því árið 1910.
En nú hefir þetta skyndilega
breytzt. Á þessu ári hefir skurð-
læknirinn eignast ómetanlegan
samherja. Það er undralyfið
sulfanilamid. Þetta lyf er svo
máttugt, ódýrt og einfalt, að
einungis óafsakanlegur sjálf-
byrgingsháttur almennings og
lækna, getur komið í veg fyrir,
að dauðsföllum af völdum botn-
langabólgu fækki um helming
þegar á þessu ári, og að þau
verði orðin hverfandi fá eftir
fimm ár.
Botnlangabólga er ekki
hættuleg fyrstu klukkustund-
irnar og hverjum sæmilegum
skurðlækni er í lófa lagið að
taka botnlangann burtu og leysa
þannig sjúklinginn úr öllum
vanda. En sé beðið of lengi get-
ur þessi meinleysislegi, ormlaga
samherji dauðans, sem nefndur
er botnlangi, sprungið. Þegar
svo er komið, kemst hið eitraða
innihald hans út í kviðarholið,
en það er ákjósanlegur árásar-
staður fyrir hina ýmsu sýkla,
sem eru algjörlega meinlausir
meðan þeir eru inniluktir í
þörmunum. Jafnskjótt og sýkl-
arnir hafa náð fótfestu í líf-
himnunni, er klæðir kviðarholið
innan, gjörbreytist ástand sjúk-
lingsins svo, að möguleikar hans
á að sigra dauðann eru einungis
1:4.