Úrval - 01.09.1942, Qupperneq 24
22
ÚRVAL
amid, sem tekið var inn, hafði
reynst gagnslítið gegn þessari
tegund sýkla, þó að það hefði
mikil áhrif á keðjusýkla. Dr.
Ravdin og aðstoðarmenn hans,
ákváðu samt sem áður að reyna
sulfanilamid, því að ekki var
óhugsandi, að keðjusýklar væru
stundum höfuðóvinurinn. Þeir
tóku nú að gefa öllum þeirn
sjúklingum, er fengu lífhimnu-
bólgu, sulfanilamidupplausn,
sem sprautað var undir húðina.
Þeir hófu tilraunir þessar haust-
ið 1936. Árið 1940 höfðu 257
slíkir sjúklingar fengið þessa
meðferð, og aðeins einn hafði
dáið!
Haustið 1940 birti „Missisippi
læknirinn“, lítið þekkt lækna-
blað, grein, þar sem sagt var frá
miklu einfaldari og öruggari að-
ferð um notkun töfralyfsins
sulfanilamid. Dr. J. Gordon
Dees frá Tennessee fullyrti þar,
að allur vandinn væri sá, að
dreyfa sulfanilamiddufti inn í
kviðarholið, þennan orustuvöll,
þar sem hin ægilegi bardagi var
háður milli hfs og dauða, og
lífið beið ósigur í hverjum þrem
tilfellum af f jórum fyrir hinum
morðtrylltu herskörum sýkl-
anna.
Dr. Dees skýrði frá 25 líf-
himnubólgusjúklingum, sem
þannig meðferð höfðu fengið.
Aðeins einn dó.
En gat þetta nú ekki aðeins
verið skemmtileg tilviljun, sem
í raun og veru væri einskis
virði? Það, sem vantaði, voru
mörg hundruð dæmi, er tilfærð
væru í einhverju hinna stóru,
þekktu læknablaða.
Og þetta skeði: 10. jan. 1940
stóð dr. R. Stirling Mueller á
Roosevelt sjúkrahúsinu í New
York, við skurðarborðið og
starði áhyggjufullur inn í kvið-
arhol sjúklings, sem hann hafði
verið að skera upp, botnlanginn
var sprunginn og dauðinn hafði
þar með sett mark sitt á mann-
inn. Annar skurðlæknir, dr.
William H. Cassebaum, gægðist
yfir öxl hans. Hvorugur þessara
manna hafði hugmynd um til-
raunir dr. Dees. Þeim datt nú í
hug sem örþrifaráð að strá dá-
litlu af sulfanilamid inn í kvið-
arhol mannsins.
Það virtist heimskulegt og
vonlaust, en gat ekki gert neitt
illt. Maðurinn var dauðvona
hvort eð var. Þeir höfðu ekki
grun um, hvort þeir stráðu of
miklu eða of litlu. En næsta
morgun var maðurinn ennþá lif-
andi. Fjörutíu klukkustundum