Úrval - 01.09.1942, Blaðsíða 27
LOFTÁRÁSIR OG SJÓNHVERFINGAR
25
um. Hann leit varlega í kring-
um sig. Leiðslurnar áttu allar
upptök sín í gryf ju og lágu það-
an eins og geislar í hring, og
enduðu allar í litlum húsum um
fjórðung mílu þaðan. Á húsun-
um voru hvorki þök né rúður,
og á gólfunum voru viðarkestir
og spýtnarusl. Með því að opna
fyrir rafstraum í gryfjunni
mátti kveikja í spýtnaruslinu á
gólfunum og á næturna teygðu
logarnir sig út um gluggatóft-
irnar og upp um þaklaus rjáfr-
in, svo að út leit sem heillt borg-
arhverfi stæði í ljósum logum.
Þetta var allt gert í þeim til-
gangi að blekkja brezka nætur-
flugmenn.
Þessi Ameríkumaður hafði
uppgötvað hluta af hinni nýju
Berlín, sem einungis hafði verið
byggð í sjónhverfingarskyni. Á
seinni ferðum sínum uppgötvaði
hann eftirlíkingar af götum,
sem voru margar mílur á lengd,
með verksmiðjum og járnbraut-
um. Meðfram götunum eru stór-
ir, opnir kassar, og í hverjum
kassa er rafmagnsljós. Séð úr
loftinu lítur þetta út eins og
hluti af Berlín, sem illa er
myrkvaður. Til þess að gera
þetta ennþá meira sannfærandi,
er þessi borgarlíking búin öflug-
um loftvarnabyssum. Sérfræð-
ingar segja, að það sé erfitt
fyrir flugmenn að sjá við þessu,
jafnvel þótt þeim sé kunnugt
um það.
Þjóðverjar hafa byggt fleiri
slíkar borgir. Til dæmis hafa
þeir byggt aðra Köln. Stendur
hún við bugðu á Rín, sem mjög
svipar til bugðu þeirrar, er hin
raunverulega Köln stendur við.
Áður en þeir hófu innrásina í
Rússland, er sagt að þeir hafi
byggt eftirlíkingu af Ploesti,
rúmenska olíusvæðinu, og reist
olíuhreinsunarstöðvar og olíu-
geyma úr striga, sem sendu upp
frá sér svört reykjarský, ef þeir
urðu fyrir sprengjum.
í Englandi, þar sem hætta
þykir á, að einstakar verksmiðj-
ur verði skotmark Þjóðverja,
eru reistar ódýrar byggingar
spölkorn frá þeim. Verksmiðjan
sjálf er svo vandlega myrkvuð,
en í eftirlíkingunni skín í ljós
hér og hvar. Hefir þetta vafa-
laust kostað Þjóðverja tilgangs-
lausa sóun á hinum dýrmætu
sprengjum.
Dulbúningur og dulmálning í
hernaði hafa tekið stórkostleg-
um framförum. Ensk verk-
smiðjuhverfi hafa verið máluð
þannig, að þau líta út eins og