Úrval - 01.09.1942, Side 34
32
TÍRVAL
ekki öðruvísi að í þeim löndum,
sem þeir hafa náð nú síðast.
Til fróðleiks og skemmtunar
er rétt að birta nokkurar setn-
ingar um eiturlyfjanotkun úr
handbók japanskra hermanna:
15. grein: Æðri kynstofn eins og
Japönum sæmir ekki að neyta eitur-
lyfja. Aðeins óæðri kynstofnar, eins
og Kínverjar, Evrópumenn og eyja-
skeggjar í Austur-Indíum neyta
þeirra. Þess vegna er þeim ætlað að
verða þjónar okkar og hverfa með
tímanum.
En þrátt fyrir þessa fyrstu
fullyrðingu, sem getið er hér að
ofan, hefir samt eiturlyfjalög-
regla Bandaríkjanna fengið
áreiðanlegar fregnir af því, að í
hersjúkrahúsum í Nanking eru
þúsund rúm, sem í eru japansk-
ir hermenn, er hafa vanizt eit-
urlyfjanotkun og verið er að
reyna að lækna.
^USTURRlSKUR GYÐINGUR kom inn á ferðaksrifstofu í Vín
og sagði við einn af skrifstofumönnunum: „Ég ætla að fá
farseðil með skipi.“
,,Hvert?“ spurði skrifstofumaðurinn.
„Hvert? Já, hvert?“ endurtók Gyðingurinn hugsi. „Eg vildi
ég gæti sagt það. Viljið þér lofa mér að sjá hnattlíkanið yðar.“
Skrifstofumaðurinn kom með líkanið og Gyðingurinn sneri því
fram og aftur nokkrum sinnum og athugaði gaumgæfilega lönd
og álfur. Svo leit hann á skrifstofumanninn og sagði: „Er þetta
allt og sumt?“ „The Canadian Zionist.*1
•
gUNNINGI minn, sem er leikari, starfaði fyrir nokkrum árum
í umferðaleikflokki. Einhverju sinni lék flokkurinn. „Hamlet“.
Daginn eftir frumsýninguna birtist í blaði bæjarins eftirfarandi
umsögn:
„1 mörg ár hefir verið deilt um það, hvort leikrit þau, sem
eignuð hafa verið Shakespeare, væru raunverulega eftir hann
eða Sir Francis Bacon. Nú er loksins hægt að sannreyna þetta.
Ekki þarf annað en opna grafir þessarra tveggja heiðursmanna,
og er þá ekki um að villast, að sá þeirra, sem snúið hefir sér
við í gröfinni í gærkvöldi, er hinn rétti höfundur að „Hamlet".
Samuel Chotzinoff.