Úrval - 01.09.1942, Page 35
Sœrði skarfurinn.
Smásaga
eftir Liam O’Flaherty.
I TNDAN gráu Cloger-Mor-
bjargi skagaði í sjó fram
stór og svartur hamar, þakin
hvítu driti. Öldurnar skullu á
honum og freyddu um hann.
Þegar þær risu, lyftu þær löng-
um, rauðum þarastönglunum,
sem uxu umhverfis hamarinn,
svo að þeir voru eins og blóð-
rákir í hvítu löðrinu. Þegar öld-
urnar hnigu, soguðu þær þara-
stönglana með sér í djúpið, svo
að þeir þöndust beint niður frá
laukmynduðum rótunum.
Þögn. Það var hádegi. Sjór-
inn var kyrr. Bjargfuglar sváfu
á sjónum og hvíldu nefin á hvít-
um, feitum bringunum. Stór
máfur stóð á öðrum fæti og
mókti á klettastalli hátt uppi í
bjarginu. Á hamrinum var hóp-
ur af skörfum, er köstuðu til
hálsunum til þess að ná fæðu
úr fullum sarpinum.
Efst uppi á bjarginu stóð geit
og horfði niður á sjóinn. Allt í
einu varð hún hrædd. Hún jarm-
aði og tók á rás frá bjargbrún-
inni, en losaði um leið flatan
stein, sem féll fram af og ofan
á hamarinn, þar sem skarfarnir
sátu. Hann brotnaði þar og
brotin hrukku í allar áttir. Fugl-
arnir flugu upp. Brot úr stein-
inum hafði lent á hægri fæti
eins fuglsins. Fóturinn var brot-
inn. Særði fuglinn gaf frá sér
hvellt væl og fóturinn varð
máttlaus. Þegar fuglinn flaug
frá hamrinum, dinglaði fóturinn
máttlaus og boginn.
Skarfahópurinn flaug ekki
langt. Er þeir voru komnir út
fyrir brún hamarins, stungu
þeir sér beint niður í sjóinn. Þeir
syntu langan veg undir yfir-
borðinu með útteygða hálsa, unz
þeir komu upp aftur og hristu
sjóinn af hausunum. Þeir sett-
ust. Það blikaði á svört bökin í
sólskininu. Þeir teygðu fram
hálsana, til þess að reyna að
komast að því, hvort nokkrir
óvinir væru í nánd. Er þeir sáu