Úrval - 01.09.1942, Side 38
Rússar hafa misst mikið af verksmiðjum,
en lang’t að baki hættusvæöanna búa þeir
yfir miklum framleiðslumöguleikum.
Iðnaðurinn í Uralhéruðunum.
Grein úr ,,Barron’s“
eftir John Scott.
Pramleiðslumöguleikar þeir,
A sem Rússar hafa skapað í
Úralhéruðunum er hin mikla
óráðna gáta í þessu stríði —
leyndardómur, sem Rússum
hefir tekizt að varðveita fyrir
umheiminum svo vel, að furðu
gegnir. Nú, þegar iðnaðarhéruð-
in í kringum Leningrad, Moskvu
og á Donetssvæðinu eru ofur-
seld loftárásum Þjóðverja eða í
yfirvofandi hættu, hlýtur við-
námsþróttur Rússa að mjög
miklu leyti að byggjast á fram-
leiðslugetu Úralhéraðanna, sem
þeir hafa skapað á síðustu 15 ár-
um, einmitt í þessu augnamiði.
Heimsblöðin hafa talað um
þessi iðnaðarhéruð eins og þau
væru ekki annað en óskadraum-
ur. En það er misskilningur. Ég
vann í fimm ár í einu af stærstu
iðjuverunum á þessum slóðum
og skoðaði fjöldamörg önnur.
Svæði þetta er eitt af mestu
iðnaðarsvæðum heimsins. Sköp-
un þess er stórkostlegt, nærri
því ótrúlegt afreksverk. 200
iðjuver, mörg þeirra risavaxin,
voru reist þarna á árunum 1930
til 1940. Síðan styrjöldin brauzt
út hafa Rússar sífellt verið að
flytja verksmiðjur þangað, og
jafnvel ennþá lengra austur.
Sumar þeirra sá ég sjálfur og
heyrði talað um aðrar. Fram-
leiðsla Rússa hefir beðið mikinn
hnekki, en hún er ennþá mikil.
Úralhéruðin, sem eru um 500
þús. ferkm. að stærð og. liggja
nálega inni í miðju stærsta landi
heimsins, eru auðug af járni,
kolum, kopar, bauxite, blýi,
manganese, kalí, magnesium,
zinki, olíu, víðáttumikium skóg-
um og hundruð þúsunda ekra af
ræktanlegu landi. Fram að 1930
voru þessar auðlindir ónotaðar
og 90% af iðnaðarframleiðslu
Rússa kom frá héruðunum í
nánd við austurlandamærin.
Stjórnin vissi, að þetta var