Úrval - 01.09.1942, Síða 47
MATREIÐSLA
MATARSPILLING
45
ing í lítið soðnu kjöti en mikið
soðnu. Undantekning er svína-
kjöt, sem þarf langa suðu. Verið
eins spör á vatnið og unt er.
Ef allar húsmæður tækju sér
þessar einföldu reglur til eftir-
breytni, mundi almennt heilsu-
far taka miklum framförum.
Biöilsbréf Benjamíns Franklin.
Þegar Benjamín Franklin var sendiherra Bandaríkjanna í
Frakklandi, skrifaði hann frú Helvétius, ekkju hins fræga,
franska heimspekings, biðilsbréf. Frúin var þá 61 árs, en Franklin
72 og hafði verið ekkjumaður í 6 ár. Bréfið var svohljóðandi:
Passy, janúar 1780.
1 öngum mínum út af yfirlýsingu yðar í gærkvöldi, um að
þér ætluðuð að lifa ógift það sem eftir væri æfinnar, fór ég heim,
lagðist upp i rúm, ímyndaði mér, að ég væri dáinn, og áður en
ég vissi af, var ég kominn á ódáinsakra himnaríkis.
Eg var spurður, hvort ég óskaði eftir að hitta nokkurn sér-
stakan. „Farið með mig á fund heimspekinganna, lofið mér að
hitta Helvétius."
Helvétius spurði mig um stríðið og ástandið í trú- og stjórn-
málum Frakklands. „Þér spyrjið ekki um yðar ástríku eiginkonu
og' þó elskar hún yður af öllu hjarta enn þá. Það er ekki nema
einn klukkutími síðan ég var hjá henni.“ ,,Ó!“ sagði hann. „Þér
minnið mig á fyrri hamingju mína. 1 mörg ár hugsaði ég aðeins
um hana. En að lokum lét ég huggast. Ég tók mér aðra konu,
eins líka henni og ég gat fundið. Hún er ekki alveg eins falleg,
en hún er eins gáfuð og gædd meiri kímnigáfu, og hún elskar
mig af öllu hjarta.“
„Ég sé, að fyrri kona yðar er tryggari en þér,“ sagði ég, „því
að henni hafa boðizt margir álitlegir biðlar, en hún hefir hafnað
þeim öllum. Ég skal játa, að ég var einn af þeim.“ „Ég sam-
hryggist yður af hjarta,“ sagði hann, „því að hún er vissulega
góð og falleg kona og verðug ástar.“
1 þessum svifum kom hin nýja frú Helvétius inn, og þekkti
ég strax, að það var konan min sáluga. Ég ætlaði að fara að
krefja hana sagna, en þá sagði hún kuldalega: „Ég var þér
góð og dygg eiginkona í nálægt hálfa öld; vertu ánægður með
það.“ Vonsvikinn og sár ákvað ég að yfirgefa strax þessa van-
þakklátu sálir, og hverfa aftur til okkar ástkæru jarðar til að
sjá sólina — og yður.
Hér er ég. Eigum við ekki að hefna okkar í sameiningu?
Frúin tók ekki bónorði Franklins, en vinátta þeirra hélzt óbreytt.